Ég verð þó að segja eitt: þegar menn eru að gera “sportara” úr innkaupakerrum þá er æskilegt að breyta útliti þeirra á smekklegan hátt til að aðskilja þessa bíla að mínu mati. Minn uppáhalds GTi-bíll sem dæmi, 205 GTi, var ákaflega fallegur með PVC brettaútvíkkunum og öllu því sem bætt var við hann. Engir spoilerar eða þesslegt bara dregið fram það besta í hönnuninni (205 er fallegasti smábíll fyrr og síðar - að mínu mati þ.e.!) án þess að hlaða einhverju óþarfa drasli á hann. Ég hendi inn mynd! ;)