Þetta hefur verið stóra spurningin í vangaveltum mínum um Caterham og ég held að öskrandi mótorhjólavél með sequential kassa eigi frábærlega við. Þess fyrir utan er Fireblade tiltölulega billegur m.v. afköst. Ef maður færi í bílvélar væri það Rover K mótor í einhverju eins og Superlight 1600 (léttur, hrár) ellegar annaðhvort 1.8 Supersport eða VVC. Allt græjur í kringum 5 í 60mph, fást með frábærum 6-gíra kassa Caterham. Sá dýrasti kostar ekki nema 21.200 pund, smíðaður. evo Knowledge dómar...