Argh! Tölvan ákvað að reboota sér áðan og í fátinu í kringum það gleymdi ég að smella á senda… Ég er kannski örlítið fróður hvað varðar Black Hawk Down, því ég hef lesið bókina og kynnt mér aðeins tengd efni. Ég man ekki eftir bíómynd á hernaðarlegum nótum, a.m.k. í fljótu bragði, sem er hægt að líta á sem heimild. Mér fannst Saving Private Ryan bara fín, en kunningi minn sem ætti að vera nokkuð snjall á þessu sviði rakkaði hana niður hvað varðaði nákvæmni. Mér finnst hún enn góð sem bíómynd...