Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Könnun: Hefðu Þjóðverjar...?

í Sagnfræði fyrir 21 árum
Ég sé enga ástæðu til að gera þetta að sprænukeppni. Mér finnst glæpir þjóðverja hafa verið mun svívirðilegri og ómannúðlegri, svo ekki sé talað um skipulagðri. Öll stefna Þriðja ríkisins var andstæð friði og samlífi. Bretland var hins vegar forsprakki þeirra þjóða sem sáu lýðræði í heiminum ógnað (og auðvitað stöðu sinni í Evrópu) og þarna sé ég meginmuninn liggja. Það réttlætir ekki stríðsglæpi eða hryðjuverk, en markmið þeirra var þó verðugt. Ég efast um að ég getir fundið út hver...

Re: Nethack

í Hugi fyrir 21 árum
Þetta er ekki netleikur, en mig minnir að þú getir sótt leikinn og stuðning við hann á <a href="http://www.nethack.org">http://www.nethack.org</a>. Eða bara slá “nethack” inn í Google.<br><br>- “I am my words.” - Bob Dylan <font color=“white”>FNORD</font

Re: Könnun: Hefðu Þjóðverjar...?

í Sagnfræði fyrir 21 árum
Þetta var úr bók eftir mig, sem heitir því skemmtilega nafni <i>Skotið sig í fótinn</i>. :) Mig grunaði reyndar alveg að einhver þessara manna hefðu skrifað einhver ritverk eftir stríðið. Þetta var samt hálfgert klúður…<br><br>- “I am my words.” - Bob Dylan <font color=“white”>FNORD</font

Re: Könnun: Hefðu Þjóðverjar...?

í Sagnfræði fyrir 21 árum
Þarna var auðvitað verið að tala um sýklavopn, strangt til tekið. Þetta kom mér samt verulega á óvart. Japanir notuðu hins vegar efnavopn gegn Kínverjum a.m.k., en hvort það var tæknilega í síðari heimsstyrjörld er ég ekki viss.<br><br>- “I am my words.” - Bob Dylan <font color=“white”>FNORD</font

Re: Könnun: Hefðu Þjóðverjar...?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þú verður líka að athuga að þótt “sigurvegarinn” skrifi söguna er það vart meira en myndlíking. Varla var það Eisenhower eða Churchill sem skrifaði hana? Það eitt að búa í landi sem hefur haft sigur í átökum þarf ekki að gera mann hlutdrægan. Það er óþarfi að alhæfa að öll söguskoðun sé röng því hún sé skrifuð af sigurvegaranum. Það er langt í frá málsmetandi og ljáir sniðugu slagorði allt of mikið vægi. Þetta slagorð á bara að minna okkur á það að skoða kritískt það sem við lesum. Ekki taka...

Re: Könnun: Hefðu Þjóðverjar...?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það að “flestir sagnfræðingar” segi eitthvað gerir það ekki útrætt. Ég hef nú ekki rætt við marga sagnfræðinga um þetta mál, en sótt tíma hjá einum sem myndi ábyggilega ekki samþykkja það sem þú segir þarna um fjölda gyðinga myrtra. Ég hefði gott af því kannski að athuga þær heimildir sem ég á frá því að ég tók námskeiðið til að athuga þessar tölur. Þú verður líka að athuga að önnur þjóðarbrot en gyðingar urðu fyrir barðinu á útrýmingarstefnu nasista. Sömuleiðis aðrir hópar sem voru ofsóttir...

Re: Lágdeyða á bilar

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ritgerðin er, allt í allt, 16 bls og með 18 myndum. Ekki auðvelt að gera þannig lagað Hugavænt. Þar að auki er ég alls ekki nógu ánægður með útkomuna. Ég var að reyna að skrifa fræðilega um bíla og hef í raun aldrei reynt það fullkomlega áður. Ég vona samt að ég hafi lært ýmislegt af þessu.<br><br>- “I am my words.” - Bob Dylan <font color=“white”>FNORD</font

Re: Könnun: Hefðu Þjóðverjar...?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þú verður að gera aðeins betra en þetta. Hvar og hvenær notuðu bandamenn slík vopn?<br><br>- “I am my words.” - Bob Dylan <font color=“white”>FNORD</font

Re: Besta diskur allra tíma !

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Wayne Coyne myndi segja að ef einhver diska hans myndu láta fólk vilja fara heim og ríða væru þeir góðir. Mig langar ekki beinlínis til að ríða þegar ég hlusta á The Soft Bulletin og Yoshimi Battles the Pink Robots, en engu að síður finnst mér ég vera í nánd einhvers stórfenglegs. Get ekki sagt að mér líði þannig þegar ég heyri lög af Nevermind. Annars væri það bara eðlilegt að besti diskur fyrr og síðar væri með Dylan. En ekki hverjum?

Re: Könnun: Hefðu Þjóðverjar...?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég er ekki tilbúinn til að samþykja að bandamenn hafi framið fleiri stríðsglæpi, þo ég samþykki að þeir hafi framið glæpi. Hvenær notuðu þeir sýklavopn og efnavopn?<br><br>- “I am my words.” - Bob Dylan <font color=“white”>FNORD</font

Re: Lágdeyða á bilar

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Eftir að hafa skrifað heila ritgerð um ofurbíla Lamborghini, Gandinis og Bertone held ég að mig langi ekki til að skrifa grein í langan tíma…<br><br>- “I am my words.” - Bob Dylan <font color=“white”>FNORD</font

Re: Ef þú fengir að velja þér einn bíl í jólagjöf?

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Með flottar innréttingar en ynnu aldrei kappakstur?<br><br>- “I am my words.” - Bob Dylan <font color=“white”>FNORD</font

Re: Ef þú fengir að velja þér einn bíl í jólagjöf?

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Leika sér á? Einhvers vegna kitlar mig gríðarlega að taka þá í Ford Capri MkI hans John Barkers. Með 5,3l Rover/TVR og 300 hrossum. Þá væri gaman að leika sér…<br><br>- “I am my words.” - Bob Dylan <font color=“white”>FNORD</font

Re: Smá ágrip af sögu Ferdinands Porsche.

í Bílar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nú segi ég eins og mesti lúði: er eitthvað sem þú veist ekkert um þegar kemur að farartækjum? Gaman að fá þessi innlegg frá þér. Þau mættu sannarlega koma oftar. P.S. Blaðaskönnin sem ég fékk gerðu ritgerðina mína um ofurbíla Lamborghini og Gandini mun áhugaverðari, a.m.k. frá mínum bæjardyrum séð.

Re: Könnun: Hefðu Þjóðverjar...?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Vissulega er nokkuð til í því að sigurvegarinn skrifi söguna. Það bætir samt ekki úr mörgum voðaverkum nasismans. Nú veit ég vel að margt sem bandamenn gerðu var vafasamt, en almennt tel ég það ekki komast í hálfkvisti við ótrúlegt voðaverk Þríðja ríkisins. Hitlit hefði dáið? Og hver hefði komið í hans stað? Voru það betri menn sem voru næstir í goggunarröðinni? Ég er því miður hræddir um að menn eins og t.d. Himmler hefðu hiklaust fetað sömu stigu. Þeir höfðu bara ekki karisma Hitlers....

Re: Nethack

í Hugi fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hljómar spennandi. Ég finn það væntanlega á Google, en það skaðar ekki ef þú segir okkur meira og lætur slóð fylgja.<br><br>- “I am my words.” - Bob Dylan <font color=“white”>FNORD</font

Re: Afhverju í **********

í Tilveran fyrir 21 árum, 1 mánuði
Reyndar stela Limp Bizkit ekki laginu. Þeim tekst samt að stafa nafn Pete Townshend, höfundar þess, vitlaust. Ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa ekki heyrt þessa útgáfu af laginu… Annars máttu alveg endurgera Hotel California ala NuMetal, mín vegna a.m.k., en í guðanna bænum láttu The Who vera! “Oh man, not The Eagles, I hate the fucking Eagles.” - Dude Lebowski.<br><br>- “I am my words.” - Bob Dylan <font color=“white”>FNORD</font

Re: Saving Private Ryan

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þó SPR væri nokkuð UScentric fannst mér hún ekki keyra um of á því. En svo verðurðu auðvitað að athuga að myndin er amerísk svo það gæti nú haft einhver áhrif. Fólk bölvar og bölvar amerískum menningaráhrifum en heldur áfram að borga stórfé fyrir bíómiða til að ýta undir amerísk menningaráhrif. Þú t.d. fórst að sjá Pearl Harbour og kvartar yfir þessu. Ég hafði rænu á að fara ekki á hana. Ég fer ekki á myndir sem Bruckheimer framleiðir. Svo einfalt er það. Mér þætti ákaflega áhugavert að fá...

Re: Könnun: Hefðu Þjóðverjar...?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Kynna mér sögu já… Tékkland og Austurríki var væntanlega hluti gamla Prússlands? Gera Ísland að himnaríki. Himmler var ekki alveg jafn spenntur fyrir íbúum lands okkar eftir að hann hafði heyrt álit ræðismanns Þýskalands á Íslandi, Werner Gerlach. Þar fyrir utan efast ég um að við hefðum grætt jafn mikið á því að Ísland yrði að nasísku himnaríki og við græddum á stríðsgróðaverslun og Marshall aðstoð. Versalasamningurinn var slæm mistök, en réttlætir varla heildarstefnu nasista. Hvort að...

Re: Könnun: Hefðu Þjóðverjar...?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hvað er betra við Bandaríkin í dag en Þriðja ríkið? Í Bandaríkjunum er “óæskilegu” fólki ekki safnað í þrælkunnar og útrýmingarbúðir. Það er auðvitað ekki það eina, en ætti að vera nægilegt. Ég sé ekki að það skipti máli hvað fólk í síðari heimsstyrjöldinni gat ímyndað sér um Bandaríkin. 1939 voru flestir farnir að hræðast ódulbúna útþenslustefnu Hitlers og dólgslega framkomu við smáríki. Ætli margir hafi hugsað “Bandaríkin verða orðin veldi hins illa eftir nokkra áratugi, við skulum bara...

Re: Saving Private Ryan

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Vandamálið við Bravo Two Zero er helst það að sýnt hefur verið fram á að bókin er langt í frá sannsöguleg. Hún er samt mjög skemmtileg aflestrar og Immediate Action engu síðri. Eins og áður hefur komið fram finnst mér Black Hawk Down myndin gera bókinni slök skil. Það að bæta inn “hetjusenum” þar sem sérsveitarmenn læðast um og skera Sómali á háls var hreint hjákátlegt.<br><br>- “I am my words.” - Bob Dylan <font color=“white”>FNORD</font

Re: Könnun: Hefðu Þjóðverjar...?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hvað um baráttuþrek bresku þjóðanna? Telur það ekki neitt? Þú nefnir Blitzkrieg sem mikilvægt atriði. Þjóðverjar einblíndu svo gífurlega á meginlandsstríð sem átti að vinna með Blitzkrieg, að það kom niður á framleiðslu og hönnun langdrægna sprengjuvéla og fylgiorustuvélum fyrir þær. Þetta tvennt var bráðnauðsynlegt til að berjast við Breta og sérstaklega Rússa. Áhersla á meginlandsstríð olli því að reiknað var með að flotinn hefði 7 ár til að vígbúast til orustu á höfunum. Áætlanir gerðu...

Re: Könnun: Hefðu Þjóðverjar...?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég er ósáttur við ansi margt sem Bandaríkjastjórn hefur gert í gegnum tíðina. En að leggja þessi tvö ríki að jöfnu finnst mér út í hött.<br><br>- “I am my words.” - Bob Dylan <font color=“white”>FNORD</font

Re: Könnun: Hefðu Þjóðverjar...?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Skil þá afstöðu fullkomlega. Kannanir um hvort atburðir úr sögunni hefðu átt að fara á annan veg eru frekar furðulegar.<br><br>- “I am my words.” - Bob Dylan <font color=“white”>FNORD</font

Re: Könnun: Hefðu Þjóðverjar...?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 1 mánuði
Suðurríki Bandaríkjana höfðu líka yfirburða herlið í upphafi stríðs. Það dugir ekki alltaf til. Ekki frekar en meginlandsstórveldi í Evrópu hefur bolmagn til að takast á við stærsta flotaveldi í heimi, mesta iðnveldi í heimi og víðlendasta land í heimi. Öll í einu. Það var auðvitað ekkert fyrirfram ákveðið að Þýskaland myndi ekki fara með sigur að hólmi. En það virtist allt of mikið af áætlunum Hitlers velta á því að aðrir spiluðu með, eftir hans höfði. Ráðagerðir um að takast á við Breta...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok