Ég get tekið undir það. Að kaupa Jaguar á Íslandi ber þó vott um smá frumlegheit og smekk. Annars varð ég fyrir smá vonbrigðum með útlitið á X-Type, hann er of líkur XJ8 að mínu mati. Ian Callum hafði lofað nútímalegum Jaguar bílum og hann er maðurinn sem hannaði AML DB7 og Vanquish þannig að hann ætti að geta samtvinnað hefð og nútímalega hönnun saman glæsilega.