Jú, þetta er í raun alger B mynd en þetta er snilldar B mynd sem kom mér gersamlega í opna skjöldu þegar ég sá hana fyrst. Hvað varðar Tremors 2: Aftershocks þá er hún ekki jafn góð, meiri grínmynd, en hún er samt ákaflega fyndin og sérstaklega hann Burt Gummer. Mér skilst að Burt Gummer sé aðalsöguhetjan í Tremors 3: Back to Perfection og því langar mig ákaflega mikið til að sjá hana.