Ég held að spurningin um varahluti í nýlegan Maserati sé fyrst og fremst “hve lengi”. Þeir eru ábyggilega til, en maður þarf ábyggilega að sjá sjálfur um að panta þá, sem stundum getur verið kostnaðarsamt. En það getur nú líka komið fyrir með bíla sem eru nýlegir, og með umboð á landinu, að þeir þurfi að standa bilaðir vegna partaleysis. Ég pantaði oft varahluti í Mazda MX-5 erlendis frá þegar ég átti minn. Fór í umboðið ef það var dýrara að ná í þá að utan.