Bíddu, HHGTTG er algjört rugl en Discworld bara snilld? Ég held að fólk hafi mjög gott af því að lesa The Guide, kannski ekki að fólk beinlínis læri neitt af henni, en hún fær mann til að hugsa. Discworld er samskonar aðför að fantasy og HHGTTG var fyrir SciFi, nema ég veit ekki betur en snillingurinn Adams hafi verið mun fyrr á ferðinni. Discworld eru kannski ágætar (ákaflega misjafnar) en mér finnst Pratchett ekki komast með tærnar þar sem Adams, blessuð sé minning hans, hafði hælana.