Vinsældir pönksins lognuðust kannski útaf, en pönkið lognaðist aldrei útaf! Tony Wilson hefur nú ekki mikið með pönkið að gera, en hann er mikilvægur í sögu Manchester-bylgjunnar (Joy Division, Happy Mondays) og þar með í raun post-pönksins. Mér finnst nú ansi hæpið að nefna The Strokes sem pönk, The Hives getur alveg fallið undir það en The Vines, sem eru frábærir, eru varla beinlínis pönk. Talandi um útganginn á pönkurum, þá var það tískuhönnuðurinn Vivienne Westwood sem sá um útlit Sex Pistols!