Ég er helst á því að þessi herramaður sem skrifaði Fréttablaðinu sé farinn að trúa öllu sem hann les. Það er í sífellu verið að tala um hraðakstur, hann drepur víst. En er það ekki bara auðveldasti áróðurinn? Flott, hámörkum hraða bíla í 90 sem er hreinlega stórhættulegur hraði víðsvegar innanbæjar og sömuleiðis við slæmar aðstæður utanbæjar, en utanbæjar fáum við einmitt fullt af sofandi ökumönnum. Þeir þurfa ekki lengur að hugsa um hraðann, bensínpedallinn í botn á þjóðveginum og slökkt á...