Það er nokkurnvegin staðreynd, eða tilgáta, að trúað fólk á oft auðveldara með að finna lífshamingju en ella. Jú það er vegna þess að þá er fólk ekki í þessum endalausa spurningaleik, af hverju þetta, af hverju hitt? Það er einfaldlega búið að svara þessum erfiðustu spurningum, hver er tilgangur lífsins? Að þjóna guði. Hvað er eftir dauðann? Lífið. Þetta er bara svo einfalt að það er næstum því sársaukafullt. Þetta er bara rangt. Ég kem úr svona þessari týpísku kristnu íhaldssömu fjölskyldu...