Já, reyndar hef ég séð The Dark Night. Mér fannst hún ekki jafn góð og ég hafði vonast eftir, fannst Christian Bale alveg hundleiðinlegur, hvernig hann urraði sem Batman og var þessi egóistalegi glaumgosi sem Bruce fór virkilega í mig. Heath Ledger fannst mér mjög góður, rosalega disturbing þó mér hafi fundist myndin langdregin á köflum. Michael Caine var líka hress að venju.