Takk fyrir það :) Svona eftir á að hyggja eru nokkrar lagfæringar sem ég myndi vilja gera, en fyrir utan það er ég nokkuð sáttur með þessa grein. Ég hef reyndar aldrei hlustað sérstaklega á Brain Police, en ég hef, skulum við segja, lengi vitað af þeim og tekið smá rispu af þeim af og til :) En ég sé ekkert standa í veginum fyrir því að tekka á fyrri verkum þeirra. Reyndar eru þær þrjár plötur, Glacier Sun (2000), Master Brain (2002) og Electric Fungus (2005).