Það fella öll dýr hárin. Mennirnir líka, hafið þið ekki orðið vör við það? Hár hefur ekki nema ákveðin líftíma, þá deyr það og fellur af. Sama hvort um er að ræða mann, hund, kött eða nefndu það, ef það á annað borð hefur hár. Að einhver efni, fóður eða annað, hindri hárlos er bara sölubrella. Hárlosið helst í hendur við nýmyndun hára. Ef einhver skepna ætti við það vandamál að stríða að fella hárin “óeðlilega” mikið þ.e.a.s. hraðar en ný vaxa í staðin hlyti hún að enda uppi hárlaus! Þá er...