Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Loki
Loki Notandi frá fornöld 1.410 stig
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“

Re: Mac í skóla?

í Apple fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Þú getur vistað skjöl sem .doc úr iWork og þá geta þeir sem eru með word skoðað það venjulega.

Re: Leita að fólki sem vill hjálpast við að upplifa æðri vitundarstig ! :)

í Heimspeki fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Já, þetta er nákvæmlega það sem ég var að tala um. Brain waves eru í raun nokkuð rangnefni þar sem þetta er bara færsla jóna yfir frumuhimnur en ekki einhverjar bylgjur í efni eða rafsegulsviði. Þetta wikipediaquote breytir engu um þær spurningar sem ég spurði þig að um þetta og þú hefur ekki svarað. Skiptir einhverju hverjir trúa á Law of Attraction ef þeir hafa ekki sannanir fyrir því? Bætt við 18. ágúst 2010 - 21:09 Also, þetta besserwisser orðalag var til að athuga grunnþekkingu þína í...

Re: Þurfa yfirstjórnendur að huga að hypja aðeins upp um sig buxurnar?

í Tilveran fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Færð svar um mitt næsta ár, mæli frekar með stjórnendum áhugamálsins fyrir kvartanir.

Re: Pistlar Soldats Um Hitt Kynið

í Rómantík fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Ég Fíla Hvernig Titilinn Er Skrifaður. Annars var fyrsti pistillinn áhugaverð lesning, held þetta verði skemmtileg viðbót á áhugamálið.

Re: pása...

í Rómantík fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Íslenskar gæsalappir líka „svona“ út, ekki ,,svona". Á windows eru þær skrifaðar sem alt+0132 og alt+0147 og á mac sem alt+ð og alt+shift+ð.

Re: Leita að fólki sem vill hjálpast við að upplifa æðri vitundarstig ! :)

í Heimspeki fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Ertu að tala um rafstraum? Vöðvar gefa ekki frá sér rafstraum, taugarnar í vöðvanum gera það þegar frumuhimnur þeirra umskautast við vegna flæðist jóna í gegnum hana þegar taugaboð ferðast um taug. Sama gerist í öllum taugafrumum líkamans, líka í heilanum og líka í taugafrumum dýra með samskonar taugakerfi og við. Geta þá jónalausnir með mismunandi styrk jóna (sem eru aðstæður við taugafrumur) líka haft samskipti við okkur? Og hvað með dýrin? Þetta law of attraction hefur ekki verið sannað á...

Re: Hjálp!!

í Tilveran fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Já.

Re: MacBook Pro eða Dell?

í Apple fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Ég er líklega of seinn að vara þig við, en maccinn minn kostaði meira en helmingi meira en bestu PC tölvur og hefur bilað oftar en þær PC tölvur sem ég hef átt. Vissulega er hún laus við hugbúnaðargalla en hinsvegar eru hlutir á borð við móðurborð og rafhlöðu oft búin að eyðileggjast og ég hef borgað fúlgur fyrir viðgerðir á þessu (því Apple búðin fór á hausinn og skipti um kennitölu, svo allar ábyrgðir féllu úr gildi).

Re: mac eru betri en pc

í Apple fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Maccinn minn hefur aldrei crashað jafn oft og þegar ég var að reyna að koma CrossOver Games í gang. Hann hefur 4 sinnum bilað þannig að hann sé ónothæfur og farið inn á verkstæði svo vikum skipti þannig að ég gat ekki notað hana á meðan. Hún er alveg jafn mikið drasl og allar aðrar tölvur, Mac eða Windows.

Re: mac eru betri en pc

í Apple fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Gott svar, þarna misstiru bara allan trúverðugleika.

Re: Macbook v.s. macbook pro?

í Apple fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Ef þú ætlar að spila einhverja tölvuleiki sem gera einhverjar kröfur til tölvunnar (ss. ekki manager leiki og slíkt) þá er það ógjörningur á MacBook. Ef þú ætlar í einhverja mynd, hljóð eða kvikmyndavinnslu þá er Pro líka eiginlega must. Ef þú ætlar þér bara að dútla þér á netinu, glósa eða vinna með word/powerpoint þá er MacBook allt í lagi.

Re: Mac í skóla?

í Apple fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Passaðu þig að það er munur á .doc og .docx, mörg pseudo-office forrit geta opnað annað formatið og ekki hitt (ss. getur opnað .doc, .xls en ekki .docx, .xlsx)

Re: Mac í skóla?

í Apple fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Tékkaðu samt hvort það geti opnað þessi formats (.docx, .xlsx osfv.), ég hef aldrei nennt að setja iWork upp og veit ekki almennilega hvernig það virkar.

Re: Mac í skóla?

í Apple fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Jebb. Aftur á móti geturu „fengið þetta að láni“ hér og þar á netinu, sem er mun ódýrara.

Re: Wojciech Jaruzelski

í Sagnfræði fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Skemmtileg lesning.

Re: Skækjur.

í Rómantík fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Hey, þó það sé markmaður í markinu þýðir það ekki að maður reyni ekki skora.

Re: Mac í skóla?

í Apple fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Þarft nýjasta Office til að opna .docx skjöl og margt af því sem er inn á námsneti skóla er á því formi. Ég notaði macca allan menntaskólann og hann reyndist vel að því leiti að harði diskurinn hrundi aldrei en hinsvegar eyðilagðist móðurborðið, rafhlaðan tvisvar, hleðslutækið osfv.

Re: MH stress?

í Skóli fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Þetta eru varla tvær línur, ekkert skrítið að þú hafir ekki haft gáfnafarið til að reyna við betra en hverfisskólann þinn.

Re: MH stress?

í Skóli fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Ég fór ekki í MH útaf artý reputation og það eru miklir hleypidómar að segja að meginþorri nema þar komi í MH út af því. MH er jafnframt meira en ágætis hverfisskóli, hann er (skv. þeim háskólakennurum sem ég þekki, sem eru nokkrir) einn af 4 skólum sem eiga best undirbúnu námsmenn í HÍ (hinir eru MR, Versló og FB-FB kemur víst á óvart).

Re: Leita að fólki sem vill hjálpast við að upplifa æðri vitundarstig ! :)

í Heimspeki fyrir 14 árum, 3 mánuðum
“Sem gæti staðist vísindalega þar sem heilinn sendir frá sér mjög daufar bylgjur” Hvaða bylgjur eru þetta? Heilinn sendir frá sér rafsegulgeislun (td. innrauða) eins og allir hlutir sem hafa hita yfir alkuli. Eða eru þetta einhverjar aðrar bylgjur? Hvernig koma þær til með að tengja saman heila allra manna? Senda heilar dýra svona bylgjur frá sér líka, eru þeir tengdir okkur líka? “auk þess að þetta law of attraction (myndin the secret) stenst líka” Skv. hverju eða hverjum stenst það?

Re: Hvað verður um þig?

í Heimspeki fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Jebb, óvissulögmálið takmarkar mjög þessar pælingar.

Re: Þynnkumatur !

í Tilveran fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Jújú, en mér skilst að á Akureyri sé búkolla pizza með sama áleggi og langlokan sem við bæjarbúar þekkjum.

Re: Litla Hraun - fangar

í Deiglan fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Hahaha, með betri svörum sem ég hef lesið á huga.

Re: 4 handa gítar

í Tilveran fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Tilveran er einmitt ekki áhugamál þar sem þú átt að setja efni sem á heima á öðrum áhugamálum.

Re: Ofurbaktería

í Tilveran fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Eh, menn óttuðust ekki að svínaflensan mundi verða ónæm fyrir sýklalyfjum (eins og þessi baktería) þar sem að hún er veira, ekki baktería.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok