Það byggir á allt öðrum efnaferlum. Metanól er ekki eitrað, þannig séð, en líkaminn breytir því í metansýru sem er eitruð. Þessi oxun er hvötuð af ensímum í lifrinni og þau sömu ensím hvata breytingu etanóls í etansýru. Etanólið hefur forgang hjá þessum ensímum svo að ef etanól er drukkið eftir neyslu metanóls þá breytist metanólið ekki í metansýru og skolast smátt og smátt úr líkamanum, ef menn eru nógu duglegir við að drekka etanól.