Tvö atriði. Ég var ekki að gera lítið úr þessum texta, hann er mjög smekklega upp settur. Ég sagði einfaldlega að það væri einfalt verk að setja svona lagað inn á mynd. Ef ég hefði verið að gagnrýna þetta, þyrfti ég þá að geta gert betur til að mega það? Þarf maður að vera meistarakokkur til að vita hverskonar matur er góður?