Ég er sjálfur í MH. Námsfrelsi og áfangaframboð eru helstu kostir skólans að mínu mati, ég hef komist hjá mjög stórum hluta af þeim fögum sem mér leiddust í grunnskóla og í staðinn tekið mun meira af því sem mér finnst skemmtilegt. Félagslífið er mjög gott, en ég held að það geti erfitt að koma inn í skólann eftir áramót, þá missiru af tímanum þar sem allur busaárgangurinn er að kynnast. Ef þú átt erfitt með að kynnast fólki mæli ég ekki með MH, bekkjarkerfi mun eflaust henta betur.