Ef innskotsaðferðin er það sama og innsetningaraðferð þá virkar hún svona: Þú einangrar eina breytu úr annarri jöfnunni og setur inn í hina jöfnuna. Dæmi: 3x + 2y =6 x + y/3 = 9 Einangrum x úr seinni jöfnunni, hér er seinni jafnan heppilegri. x + y/3 = 9 x = 9- y/3 Svo setjum við þetta x í stað x í hinni jöfnunni: 3x + 2y = 6 3(9 - y/3) + 2y =6 27 - y + 2y = 6 y = -21 Svo seturu þetta gildi y í aðra hvora jöfnuna og færð út svarið. 3x + 2y = 6 3x + 2(-21) = 6 3x = 48 x = 16