Grey's Anatomy eru bráðskemmtilegir læknaþættir sem Stöð 2 mun taka til sýninga innan skamms. Þetta eru dramaþættir í léttum dúr með smá skvettu af sápu til kryddingar. Þar segir frá hópi læknanema sem eru að hefja störf sem skurðlæknar við sjúkrahús í Seattle í Bandaríkjunum. Titillinn á þáttunum vísar í hina hæfileikaríku Meredith Grey en móðir hennar var sjálf virtur skurðlæknir. Einnig koma við sögu hin metnaðarfulla Cristina Yang, fyrrum módelið Izzie Stevens, hinn óframfæri George...