Þið sem hafið lesið allar bækurnar - a.m.k. bækur nr. 29 og 30 - hafið kannski rekið ykkur á eftirfarandi bút þar sem Saga gefur öðrum syni sínum nafn: Hann á að heita .. Pabbi minn hét Guillaume, þó að allir kölluðu hann Kol. Barnið getur ekki heitið því nafni … á Norðurlöndunum. Hann á að heita Vilhjálmur en það … er sama nafnið. Þá er hann líka látinn heita eitthvað með V-i eins og faðir þinn, hann Viljar. Allt í góðu. Þar til í næstu bók þegar barnið heitir allt í einu Úlfar og engin...