Ég skil ekki hvað kennarar hafa á móti skemmtilegum helgum, án heimavinnu. Í alvörunni, hvaða hafa helgarnar gert þeim? Í staðinn fyrir að leyfa æskunni(okkur) að njóta sín þá plotta þeir allir að hafa skyndilega próf á mánudaginn og þriðjudaginn. Great.. Þannig að ég þarf að lesa ensku, íslensku, félagsfræði, líffræði og læra í stærðfræði um helgina. Plús það að ég er að vinna frá eitt til sjö-hálfátta bæði laugardag og sunnudag. So much for a fun weekend, eh..