Tjah ég gef voða lítið fyrir útlitið. Skemmir auðvitað ekki fyrir en það er ekki eitthvað sem ég set fyrir mig. Nema hárið, það má ekki vera ógeðslegt það er algjört turn-off fyrir mig. Það verður að vera hægt að tala við hann, húmorinn skiptir rosalega miklu máli. Og hann má ekki vera algjör aumingi, láta allt og alla vaða yfir sig. Ekki snobbaður og sjálfstæður. Ekki svona mömmu- eða pabbastrákur sem fær allt upp í hendurnar og aðal mottóið hans er “æ pabbi borgar bara”.