Heyrðu kallinn. Þó svo að ég sé ‘bara’ 17 ára þá veit ég alveg ýmislegt um hass-reykingar og afleiðingar þeirra. Þekki mjög margar sem eru eða hafa verið í þessu. Og jú, einhverjir þeirra urðu illa úti, en ekki allir. Ég þekki t.d. fólk sem reykir sígarettur, og ég þekki fólk sem hefur fengið krabbamein af völdum reykinga, en það þýðir ekki að allir sem reykja sígarettur fái krabbamein. Alveg eins og ekki allir þeir sem reykja hass eða marijuana leiðist út í sterkari efni.