Ég trúi ekki á Guð nei.. Þ.e.a.s ekki GUÐ sem að okkur er ‘kennt’ að trúa á í skólanum. Þetta með Adam og Evu, Örkina hans Nóa, Móses og alla þessa gaura. En á einhvern æðri mátt? Ég veit ekki með það. Ég fer aldrei með neinar bænir, ég framkvæmi engar trúarlegar athafnir, ég tala aldrei við einhvern æðri mátt í huganum eða neitt svoleiðis. Þannig að ég held bara að ég trúi ekki.