Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Liverpool
Liverpool Notandi frá fornöld 36 ára karlmaður
1.008 stig

Kvikmynd vikunnar (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Jæja þá er ný mynd vikunnar komin eins og glöggir hugarar hafa eflaust tekið eftir. En þá er bara spurningin, hverjir hér inni horfðu á The Fly í vikunni? Sjálfur horfði ég ekki á hana í vikunni en hef séð hana áður. Hvað fannst fólki?

I'm not here (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ekki mikið sem ég get sat um þessa mynd, þekki ekki til hennar. En midi.is segir: Frumleg mynd eftir Todd Haynes (Far from Heaven) þar sem sex leikarar túlka mörg andlit og æviskeið Bob Dylan. Aragrúi þekktra leikara fara á kostum.

National treasure: The book of secrets (31 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Sjálfstætt framhald fyrri myndarinnar. 18 blaðsíður úr dagbók John Wilkes Booth hafa aldrei fundist. Þegar Ben Gates (Nicolas Cage) er að flytja fyrirlestur um Booth stendur maður upp í salnum og sýnir honum eina af týndu blaðsíðunum. Það vill svo til að Booth minnist á langafa Ben á þessari blaðsíðu. Nú þarf Ben að komast að því hvort langafi hans hafi átt þátt í dauða Abraham Lincoln. Hann fréttir af leyndum bókum sem geyma meiri upplýsingar, en til þess að komast í bækurnar þarf hann að...

Sidney White (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Stelpumynd sem fáir nenna að fara á í bíó en kannski myndast einhver stelpu umræða hérna. Ævintýrið um Mjallhvíti er komið í nýjan búning. Sydney er sæt, ung stúlka sem ákveður að feta í fótspor látinnar móður sinnar og sækir um að komast í sama skólastelpuklúbb og móðir hennar var í á sínum yngri árum. Sydney kemst fljótt að því að stelpuklúbburinn hefur breyst til hins verra í gegnum árin og vingast við sjö óvinsæla nemendur. Saman tekst þeim að lækka rostann í sjálfskipaðri drottningu...

Beowulf (15 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Veit að þetta er ekki ný mynd en það er enginn þráður um hana á þessum korkaflokk. Bjólfskviða er meira en þúsund ára gömul og fjallar um hetjuna Bjólf sem berst við skrímsli og skúrka í Danmörku og Svíþjóð. Myndin byggir á þessari frægu sögu og ekki síðri menn en Neil Gaiman (handritshöfundur að Stardust) og Roger Avary (handritshöfundur að Silent Hill og The Rules of Attraction) unnu að handritinu. Í myndinni berst Bjólfur (Ray Winstone) við skrímslið Grendel (Crispin Glover) sem hrellir...

The Nanny diaries (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ekki heyrt neitt um þessa mynd, efast um að hér sé á ferð einhver háklassa mynd. Leikstjórn: Robert Pulcini & Shari Springer Berman Handrit: Shari Springer Berman & Robert Pulcini Aðalhlutverk: Scarlett Johansson, Laura Linney, Paul Giamatti, Alicia Keys, Donna Murphy & Chris Evans

Downfall - Der untergang (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Stórgóð mynd með Bruno Ganz í hlutverki Hitlers. Mæli með að allir kíki á hana ekki seinna en í gær. Á þessu skjátskoti sjáum við Ulrich Matthes í hlutverki Goebbels.

Ég er goðsögn (179 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Jæja, löngu kominn tími til að maður skrifaði aftur grein inn manns eigin áhugamál. Þetta er liður í áætlun minni um að auka vinsældir áhugamálsins og markmiðið er að komast á topp 10 listann í fyrsta skiptið í laaangan tíma (ef við höfum þá einhvern tíman verið þar). Þessi grein ætti ekki að innihalda neina spilla (spoilera) enda er ég ekki að rekja söguþráðinn, heldur aðeins svona smá yfirlit um hvað myndin er og dass af mínu eigin áliti um myndina. Stutt og laggóð grein, vonandi er hún...

Áramótakveðja (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Jæja þá er árið 2007 liðið undir lok og nýtt ár gengið í garð. Árið 2007 var nokkuð viðburðaríkt í kvikmyndaheiminum og höfum við eflaust öll fylgst vel með því sem þar hefur átt sér stað. Ég ætla mér ekki að fara ofan í sauma kvikmynda seinasta árs heldur ætla ég aðeins að þakka öllum þeim notendum sem hafa verið ötulir við að senda inn myndir, greinar, korka og skoðanakannanir, vegna þess að án þeirra væri þetta áhugamál dauðara en /blogg. Þrátt fyrir að við höfum fallið um nokkur sæti á...

Heima (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Heimildarmyndin um hina einstöku og sérstöku hljómsveit Sigur Rós. Er einhverjir hér sem eru búnir að sjá hana? Hlakkar sjálfum til að kíkja á kvikindið.

Sumar (6 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum
Í tilefni kuldans sem hefur verið undanfarið. Manni langar í sól og sumaryl.. Svo vil ég byðja um að fólk commenti:P Á þess mynd og hina myndina sem ég sendi inn (það voru 0 comments á hana einhverra hluta vegna)

Gosbrunnur (4 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum
Tók þessa í útlandinu. Nánar tiltekið á Rhodos.

Hvað er málið? (3 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum
Hvað er málið með að ég geti ekki sent inn mynd?

The wedding singer (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum
Hehe veit ekki afhverju ég fíla þessa mynd:P

Dr. Zhivago (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum
Hin frábæra mynd Dr. Zhivago frá 1965. Ætti að vera skilda að horfa á þessa mynd á einhverjum tímapunkti í lífinu. Mæli hilaust með henni!

Hefnd nördanna (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Revenge of the nerds frá 1984. Þetta er frekar spes mynd en ágætis skemmtun samt sem áður. Kikið endilega á þessa ef þið eruð í ‘eitís’ stuði.

Jersey Girl (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Svona alltílagi mynd.. Ekki meira en það. Langt langt frá því að vera besta mynd Kevins Smith.. Kannski er það bara ég en bæði Liv Tyler og Ben Affleck fara óstjórnlega í taugarnar á mér sem leikarar, get bara ekki notið þess að sjá þau á skjánum. George Carlin var aftur á móti skemmtilegastur í þessari mynd. p.s. þið eruð ekki nógu dugleg við að senda inn myndir;)

Where eagles dare (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Virkilega góð mynd með Clintaranum í farabroddi. Mæli með að hugara kíki á hana.

Jókerinn (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Jack Nicholson í hlutverki sínu sem Jókerinn í Batman frá árinu 1989. Ekki besta mynd sem hann hefur leikið í en góður var hann sem Jókerinn með breiða brosið.

Boogie Nights (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Mjög góð mynd sem ég mæli með að allir hugarar kíki á.

Desperado (11 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Helvíti ágæt mynd að mínu mati.

Cape fear (1962) (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Nei þetta er ekki myndin með Robba Nýra heldur upprunalega Cape fear sem er ekkert nema meistarastykki.

12 angry men (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Rosalega góð mynd sem ég mæli hiklaust með að allir kvikmynda unnendur kíki á.

Trivia (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Úr hvaða mynd er þetta skjáskot.

Trivia (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Úr hvaða mynd er þetta skjáskot.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok