Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Lily2
Lily2 Notandi síðan fyrir 20 árum, 1 mánuði 34 ára kvenmaður
1.940 stig

Klútar (14 álit)

í Skátar fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég var að horfa á myndband inni á skatar.is um einhverjar bretingar og þannig háttar… En í myndbandinu voru fullt af fólki með græna klúta? Nú langar mig að vita hverjir ganga með þá? hvaða aldurshópur eða eitthvað. (ég myndi eiga mjög erfitt við að skilja við minn stutta rauða)

Fréttabréfið (8 álit)

í Skátar fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég var að lesa fréttabréfið, og þar stendur að allir alheimsmótsfarar fari þangað. Er það svo? (Og vita restin af Ísfirðingunum hvort að farið verði? eða verður fjallað um það á fundinum? Og málið með þessi tjöld, eru okkar ekki bara 2/3 manna?) Og veit einhver hvað verður gert á þessu móti? Bætt við 16. apríl 2007 - 10:37 http://www.scout.is/vefur/default.asp?ItemGroupID=11&ItemID=496 -upplýsingar :S

Bein (2 álit)

í Hundar fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ah, getið þið hvað elskan mín gerði áðan? Ég ætlaði að fara með hana út að pissa, áður en ég færi að sofa, en svo tók ég eftir því að hún var með bein í kjaftinum. Pabbi gefur henni stundum svona hnútabein, svo að ég reyni að fá hana til að gefa mér (Takk!), en hún gegnir ekki (beinið HENNAR!), svo að ég gafst bara upp og sagði við hana að hún ætti þá að koma með það inn aftur. Hún snýr sér við og setur upp þetta líka gleiða glott! (ég sver það, hún glotti), fer montin niður stigann, ber...

The Application has failed (2 álit)

í The Sims fyrir 17 árum, 9 mánuðum
The Application has failed. Blablabla will now terminate. Einhver hugmynd um hvað á að gera? Er að reyna að fara í sims2, hef ekki farið í hann í svona hálft ár eða eitthvað. Og já, hverfin þrjú hurfu af einhverjum ástæðum, Plesantwiew og þarna stórbærinn. Nú ætla ég að reyna aftur. Ef einhver veit hvað er að eru upplýsingar vel þegna

Erfðasjúkdómar (12 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Hvað er annað orð yfir erfðasjúkdóma, ég er að reyna að fletta upp í tölvuorðabókinni (ensk><íslensk) en vantar annað orð til að fletta upp með því að hún finnur ekki neitt =( Anyways… við túrverkjum getur maður ýtt í 20sek. Á staðinn þar sem tábergið endar. þarna í miðjunni, þar sem ilin endar, erfitt að útskýra án myndar. —skemtilegur fróðleiksmoli…

Strengir (7 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 9 mánuðum
4.strengur slitnaði semsagt hjá mér. -gaur að renna sér niður handrið og klessi pínu utan í mig, aðeins einn strengur slitnaði. Ókay, svo að ég fer og kaupi mér nýtt strengjasett frá Daddario, setti nýja strenginn í og hæstánægð með hann, enda glænýr. Á maður þá að skipta bara á öllum kassagítarnum? Skipti síðast um strengi fyrir, púff :S nokkrum árum… Svo á maður að standa upp og drulla sér í að föndra þá alla í?

Örkin hans Nóa (12 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Kirkjuskólalagið… man einhver restina af laginu, fylla upp í stjörnurnar? Guð á himnum, sagði við Nóa Þú munt bjargast flóði frá. Örkina stóru, skaltu smíða. ********************** Og hann fór að smíða *hamarshljóð, smellt í góm* Og hann fór að saga saga, sa, sa, sa, saga Duglegur Nói gamli vaaaaaaaar. Regnboginn er himinhár gulur, rauður, grænn og blár ******************* *********************** ************* -ætla að nota þetta í ritgerð og er að reyna líka að googla :)

film review (17 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 10 mánuðum
er að gera þetta skemmtilega verkefni í ensku, sendi það inn fullklárað fljótlega =P En hvað heitir gaurinn sem var geðveikt skotinn í Hermione, spilaði Quiddich (heimsmeistaramótið), var frá Rússlandi… hvað heitir hann aftur? Þetta datt algerlega út úr mér =P Bætt við 14. mars 2007 - 17:32 *Búlgaría

Vírus (31 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég þarf nauðsynlega að vita hvernig maður formattar tölvu. Búin að vista allt sem ég vil eiga inn á minnislykil. Hjálp!! Væl: Enginn sykur i tvær vikur vírus

MSN (4 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Vírus!! það kom vírus í Firefox, og alltaf þegar ég reyni að signa mig inn bætast við tveir stafir í lykilorðið mitt, þannig að það kemur vitlaust lykilorð. Hvernig losnar maður við vírusa? Hvernig Formattar maður? Bætt við 10. mars 2007 - 15:42 Og tekur langann tíma að Formatta?

Hún móðir mín =P (31 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég var semsagt að reyna að tala mömmu mína til, hún er alveg til í jurtatattoo, en ekki alvöru. Ég veit að þau (amk flest sem ég hef heyrt um) verða bara ljót með timanum. Nú vil ég spyrja: "Er jafn mikil sýkingahætta þegar maður fær sér jurta og alvöru? P.S. Ég er að stríða mömmu minni í þessu samtali, ég er ekki svona mikil frekja =P Lily2 says: hay, má ég fá tattoo í júli/ágúst ef ég sleppi sykri í mánuð? Mútta says: ég held þú getir aldrei látið sykur vera í heilan mánuð Mútta says:...

Staðsetning =D (30 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 10 mánuðum
jæja, nú er ég mikið búin að vera að hugsa, hver af þessum staðsetningum fyrir tattoo er flottust? (tattoið myndi vera þriggja laufa smári, ca. 2-3 cm í þvermál): skinn milli þumals og vísifingurs púlsinn ofan á úlnlið þetta eru staðirnir sem ég fæ aldrei exem á (það eru fleiri, bara ekki eins flottir… nári… o.þ.h.)

Þess virði? (1 álit)

í The Sims fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Jamm, þar sem ég fékk helling útborgað á mánaðarmótunum, :) , var ég að spá hvort að Seasons leikurinn væri plássins virði, talvan er ógeðslega lengi að hlaða sig, inn í sims2. Ég er búin að þjappa harða diskinn en talvan er samt hæg, hún sýnir 69% frítt pláss =/

Hann skiptir ekki oft um föt! (164 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég sat hliðiná þessum gaur í svona 40 mín, og byrja allt í einu að stokkbólgna í augunum, aðeins erfiðara að anda og nefið á mér flæðir. Kattarofnæmi, og beyglan (hann beyglan) sem sat við hliðiná mér var allur út í kattardrasli af því að hann skiptir ekki nógu oft um föt (hann skiptir á amk vikufresti…), hann á einn kött! stelpa sem ég þekki á tvo loðna ketti, og hún skiptir um föt annan hvern dag (sirka…), og ekki finn ég neitt fyrir henni… afleiðingarnar fyrir mig eru þessar: fyrst:...

Sonic ! (4 álit)

í Tölvuleikir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég elska Sonic, spilaði hann geðveikt þegar ég var lítil með vini mínum, hann var alltaf sonic þannig að tails var í uppáhaldi hjá mér =P En veit einhver hvar maður getur fengið sonic leik í ps2 ? og ekki kappakstursleikinn…

Skátapakk :) (3 álit)

í Skátar fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Baggalútur http://www.baggalutur.is/skripo.php?&start=49 Ég sprakk úr hlátri =P

Skátafélagið á Akranesi (15 álit)

í Skátar fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Hvað heitir það aftur? afsakið að ég muni það ekki, væri mjög gott að vita :)

Nánast hárlaus hundur (1 álit)

í Hundar fyrir 17 árum, 11 mánuðum
http://www.hugi.is/hundar/images.php?page=view&contentId=4383870 Svona hundur, er þetta ekki örugglega til á Íslandi, og er hægt að fá svona hjá ræktanda?

Heyrnarlaus (2 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég semsagt gerði þetta ljóð áðan, en fyrsta setningin ómaði í höfðinu á mér rétt áður en ég sofnaði í gærkveldi. Hljóður er dansinn sem tungurnar dansa, hljóður er guðinn sem fjóra ber kransa. hljóður er söngur sem fuglarnir syngja, hljóðar eru göngur sem elskendur ganga. Hljóður er vindur og rigningin með, hljómlausar kindur og það sem hafði skeð. Fagur er ljósdansinn logarnir dansa, fagur er einnig mynda guðinn sem fagra ber kransa. fagur er augnanna söngur sem augun mín syngja, fagrar eru...

Tóm (2 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég var að semja ljóð áðan og ég er bara tóm núna, geri bara það sem ég geri vanalega og fer í kapal eða eitthvað. Kemur þetta fyrir ykkur?

Microsoft Equation 3.0 (4 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Kann einhver hérna að setja inn, helvítis ömurlegu leiðbeininga: Ef þú ert með MO2000 tvíklikkaðu á Add/Remove Programs Ef þú ert með MO2003 klikkaðu einu sinni á Add/Remove Programs. Ókay, en ég finn forritið ekki á disknum, búin að leita út um allt, getur einhver góðhjartaður tölvusnillingur hjálpað mér :)

Auglýsing (0 álit)

í Skátar fyrir 18 árum
Þar sem svona auglýsingar koma þarna til vinstri, er ég óendanlega forvitin um hver myndin verður hérna? Á að gera mynd héðan? Hver sér um það? Afsakið spurningarnar =D

Danska (40 álit)

í Sorp fyrir 18 árum
Jább, á eftir einn áfanga og er rosalega ánægð, fékk meira að segja 8 síðast =D Orðarugl! danska aksnad andsk(a) Danska er verkfæri andsk(otans) !! =D

Ofnæmi (18 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum
Ég borðaði nokkra agnarlitla bita af einhverju drasli, og er núna að drepast alls staðar. Höfuðverkur, ógleði, þunglyndi, rauð augu, nefrennsli, rauð í andliti og mikil kláðatilfinning. Málið er að ef ég nota Epi-pennann (læknar ofnæmi með adrenalíni) þarf ég að fara niður á sjúkrahús, og kemst þá ekkert í kvöld. Þannig að ég ákvað að væla bara í ykkur svo að ég hefði eitthvað að gera. Bætt við 31. desember 2006 - 14:06 Æðislegt, kuldahrollir og skjálfti hafa bæst við.

Var að fá (18 álit)

í Bretti fyrir 18 árum
Allt í lagi, ég fékk mér snjóbretti með litla bróður mínum, fæturnir eru jafn stórir þannig að stærð er ekki mikið vandamál. Við erum semsagt í vandræðum, kunnum ekki neitt, og vorum að vona að einhver ætti tips fyrir okkur? Við erum án gríns algerlega hræðileg, þið hefðuð átt að sjá okkur í dag, eins og hálfvitar uppi í fjalli (það var enginn snjór neðar) æpandi og höfðum enga stjórn (skiptumst á). Snúast beygjur bara um að halla sér?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok