Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Mótmæli við Ráðhúsið !

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Að Landsvirkjun hafi breytt skýrslunni ? Þessi skýrsla var frá hagfræðingum þeirra.. Ekki veit ég hvort pólítísk sjónarmið komu þar við sögu, rétt ein og “óháðir vísindamenn” gætu verið harðir kommúnistar ? Þjóðaratkvæðagreiðsla ? Var þjóðaratkvæðagreiðsla um t.d Grafarholt ? Þetta á að heita lýðræðisríki, og ekki hefði ég á móti atkvæðagreiðslu, en það hefur ekki verið um aðrar virkjanir, hver er munurinn á þessari á öðrum ? Og af hverju er þessi mikilvægari í augum náttúrverndarsinna en...

Re: Mótmæli við Ráðhúsið !

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Stock12 Af hverju ættu hagfræðingar Landsvirkjunar að vera ótrúverðugri en hinn almenni hagræðingur ? Gæti hinn almenni hagfræðingur ekki líka sagt tölur útfrá pólítískum sjónarmiðum sínum, eins og þú segir Landsvirkjunarmenn gera ? Rétt er það með orkuverðið, og því miður get ég ekki svarað þér með það. En líkurnar á tapi eru ekki miklar. Ég hef mínar heimildir og þú hefur þínar. Ein er ekki trúverðugi en hin, þó hún komi frá “hlutlausum” aðila, þar sem alls ekki er víst að sá aðili sé...

Re: Er tími unga fólksins að koma ?

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Málið er það, að þó að illa sé haldið á spöðunum í þessum efnum eins og er, efast ég um að það lagist með lögleyðingu, og þegar sagt er að ríkið geti grætt á kannabissölu, væri eins hægt að biðja um lögleiðingu kókaíns og e-pillna, þar sem það gæti skilað svo miklum peningum í kassann. Hins vegar skil ég hvað þú ert að fara - það geta verið kostir við lögleiðinguna, en munurinn á alkóhóldrykkju og reykingum annars vegar og hins vegar neyslu kannabisefna, er það, að skaðsemi reykinga er...

Re: Mótmæli við Ráðhúsið !

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Qualitor Skili ekki hagnaði í hvaða skilningi ? Sagt hefur verið að virkjunin muni ekki skila jafn miklum hagnaði og talið hafði verið, og þá er rætt um tap, það er vitleysa sem einfaldlega gengur ekki upp, hagnaður er hagnaður, sama hve mikill eða lítill hann er. Og 400 ár eru mjög góður endingartími fyrir svona lagað, btw, ætti að halda manni ánægðum, en ég skal benda þér á að þeir á móti virkjuninni segja að allir kostirnir séu slæmir - eða ekki nógu góðir. Fólkið var í pelsum og...

Re: Ingibjörg

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
gmaria Ég las um Ingibjörgu í Fréttablaðinu nú í dag, um þáttöku hennar í að drekka ógeðsdrykkinn, og var sagt að hún hefði “skorað feitt” hjá ungu kynslóðinni með þessu. Og ég get bara sagt, sem fulltrúi ungu kynslóðarinnar, þeirra sem ekki fá að kjósa í vor, hversu lágt selur ungdómurinn sig ? “Þessi kona drakk ógeðsdrykkinn, hún verður besti forsætisráðherrann!” Eyrún

Re: Er tími unga fólksins að koma ?

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
ganjha Auðvitað er mikið af hassreykingum hérna, það sér hver maður. En haldiði virkilega að það lagist með því að leyfa kannaisræktun ? Fólk hugsi bara “Ó, er þetta ekki ólöglegt lengur, well, I'm out” ? Og ekki reyna að segja mér að fáir t.d í Kristjaníu í Danmörku reyki hass, vegna þess að þar er það leyft. Eyrún

Re: Er tími unga fólksins að koma ?

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Bubbi Morthens sagði þetta e.t.v best, þegar hann sagði að hass væri hættulegasta eiturlyfið. Nú þekki ég nokkra sem hafa reykt. Ég veit um marga sem hafa orðið þunglyndir af þessu. Marga sem hafa orðið sljóir, og útúr heiminum, og það hefur verið sagt við mig, frá tveimur mismunandi manneskjum, “Eyrún, lofaðu mér því að reykja aldrei hass, þetta er það versta sem til er.” Sannanir hafa komið fyrir því að það sé krabbameinsvaldandi, rétt eins og sígarettur. Þetta er spurning um...

Re: Mótmæli við Ráðhúsið !

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
willk4 Góð grein. Sjálf var ég niðri í Ráðhúsi þegar mótmælin áttu sér stað, að gera skólatengt verkefni. Það sem sló mig sem mest að flestir mótmælenda voru í pelsum og leðurjökkum. Svo er annað. Lónið mun ekki fyllast af aur fyrr en eftir 400 ár. FJÖGUR HUNDRUÐ ÁR. Þó að gjósi, yrði tíminn e.t.v 300 ár. Er það ekki góður endingartími ? Og eftir 300 ár, eru ekki góðar líkur á tækni sem gæti fjarlgæt aurinn sem myndast ? Þetta svæði er ekki mikið varpsvæði heiðagæsa. Það er frekar hjá...

Re: Ingibjörg

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Albes Af hverju ætti D-listinn að hræðast þessa konu, konu sem lítillækkar aðrar konur í pólitík, konu sem lýgur og svíkur, segir eitt og gerir annað ? Get bara sagt um hana, fyrir hönd samflokka hennar í R-listanum, “With friends like that who needs enemies.” Er Ingibjörg á toppi ferils síns ? Það gæti passað, en að hafa komist þangað með lygum, með því að ljúga að kjósendum og samstarfsflokkum, það lýsir þá kannski best einfeldni kjósenda ? Tökum sem dæmi konur. Margar konur kjósa hana til...

Re: Ýmislegt um útlitsdýrkun, yfirborðskennd o.þ.h

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Rétt hjá þér, mynbönd eru auglýsing fyrir plötuna. En ég fæ bara ekki séð hvernig þú færð út að kynlíf í auglýsingum auki sölu vörunnar. Bónus er ein stærsta og vinsælasta verslun landsmanna, en ég fæ seint út að bleika svínið tengist kynlífi á nokkurn hátt, nema þá hjá fólki með skuggalega hugsun. Og í þeim auglýsingum sem ég rifja upp hér, man ég ekki eftir mörgum með kynlífi, eða þar sem íjað er að kynlífi, nema þá helst poppauglýsingunum með kisunni, en meira að segja þar er það húmorinn...

Re: Jákvæð mismunun

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Hm, Ég skil pælingar þínar..en mismunun er aldrei jákvæð. Hvernig getur verið jákvætt að gera einum hærra undir höfði en öðrum, vegna þess að fyrir 100 árum var sá fyrrnefndi beitur misrétti ? Held bara að jákvæð mismunun sé nú bara hefnd minnihlutahópanna svokölluðu.

Re: Ýmislegt um útlitsdýrkun, yfirborðskennd o.þ.h

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
“Eini mismunurinn að mínu mati eru gæði framleiðslunnar. Til þess að verða frægur þarftu fegurð, jafnt í músík sem í öllum greinum skemmtiiðnaðarins. En það er ekki þar með sagt að þú getur ekki orðið góð söngkona sem selur marga diska bara þótt þú getir ekki orðið poppsöngkona. Jazzinn, techno, rokkið, óperan, hip hoppið og allt þetta stendur þér opið enn.” Semsagt popptónlist er eina tónlistin ? Og af hverju er talið eðlilegt að þurfa skuli fegurð, vilji maður syngja hress popplög ? Til að...

Re: Ýmislegt um útlitsdýrkun, yfirborðskennd o.þ.h

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Víst eru nú til margar auglýsingar sem ekki hafa kynlíf ? Hagkaupsauglýsingar, snakkauglýsingar, cokeauglýsingar, auglýsingar frá innehimtudeild RÚV..the list goes on..Nema þá að þér finnist þulurinn sem les yfir sumar auglýsingar svona svaðalega 6y ;) Orðum þetta svona: Ef að kona er ekki með líkama til að vera nakin í tónlsitarmyndböndum sínum, en með allsvakalega rödd, á hún þá sjálfkrafa ekki að eiga möguleika á frægð og frama, þar sem útlit hennar hentar ekki kynlífsmaníu nútímans ?...

Re: Ýmislegt um útlitsdýrkun, yfirborðskennd o.þ.h

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
fabilius Segjum sem svo að ég væri að halda málverkasýningu í mínu nafni. Hins vegar hefði ég ekki málað myndirnar sjálf. Þá yrði uppi fótur og fit, en tónlistarmenn um allan heim gera þetta ? Það minnsta sem hægt er að ætlast til af TÓNLISTarmanni er að hann leggi eitthvað sjálfur til tónlistarinnar. Britney syngur varla, þetta er ekki hún, þetta er tölvubreytt rödd sem er nær óþekkjanleg þeim lögum sem komu henni fyrst á framfæri, þ.e, lög sem hún þurfti að gera eitthvað meira en að stynja...

Re: Stjórnmálaleg siðferðisvitund.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Wise Nákvæmlega. Hefði Ingibjörg sagt, “Það er aldrei að vita hvað ég geri, en ég ætla að gera mitt besta til að vera áfram borgarstjóri næstu 4 árin”, væru málin öðruvísi. En það sagði hún ekki. Hún sveik loforð sitt, það er bara staðreynd, og persónulega vil ég ekki forsætisráðherra sem svíkur með svo afgerandi hætti, að annað eins er sjaldgæft í íslenskri pólitík. Eyrún

Re: Stjórnmálaleg siðferðisvitund.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Kjanakall Ahh, ekki reyna að kenna hægri mönnum um stjórnarhæfileika, eða, skort á stjórnarhæfileikum vinstri manna. Geta borið ábyrgð á eigin gjörðum. Annars þá býð ég bara gleðilegt nýtt ár. :) Eyrún

Re: Stjórnmálaleg siðferðisvitund.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Kjanakall Nei, Ingibjörg er ekki eini lygarinn í pólítík. Það réttlætir hins vegar ekki lygar hennar. Og segðu mér, seinast þegar vinstri stjórn var við völd, var allt í gúddíi ? Efnahagsþróunin á Íslandi hefur verið á uppleið, og það er fyrst núna sem að atvinnuleysi er að aukast o.þ.h. Ég vil ekki til þess hugsa hvernig væri, væru V-G við völd.

Re: Stjórnmálaleg siðferðisvitund.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Pipppi Lestu öll svörin. Lestu svarið, þar sem vitnað var orðrétt í Ingibjörgu, að hún ætlaði ekki í9 þingframboð. Hún laug, það stendur hérna svart á hvítu (eða, svart á gráu..) Ég hef engu logið, aðeins sagt skoðanir mínar, og svo nokkrar staðreyndir til að byggja skoðanir mínar á. Og þetta er staðreynd; hún laug og hún sveik.

Re: Stjórnmálaleg siðferðisvitund.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Kjanakall Þegar Ingibjörg býður sig fram er það í 5. sæti, varaþingsmannssæti, er það ekki ? Hvernig ætlar hún sér, sem varaþingmaður, að fella Davíð Oddson ? Og ég neita að trúa að Ingibjörg, sem hefur með þessu set met og gengið á bak orða sinna áður en hún er kosin til þings, geti stjórnað landinu, þar sem borgarmálin virðast ekki ganga mjög vel hjá henni. Þú sem varst að tala um hækkanir á þjónustugjöldum, D-listinn hækkaði gjöld sín í Mos. eftir að vinstristjórn hafði eyðilagt fjárhag...

Re: Ýmislegt um útlitsdýrkun, yfirborðskennd o.þ.h

í Deiglan fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Beerbelly Nákvæmlega. Og svo er fólk að segja að rokktónlist, eins og KoRn, sé meria real, en í raun er þetta allt sama pakkið, höðfðað til mismunandi hópa. Eyrún

Re: Flokkshagsmunir eða þjóðarhagsmunir

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 3 mánuðum
hugsjon Auðvitað. Allt illt er komið frá Sjálfstæðisflokknum, hvað sem að er í landinu er þeim að kenna, þeir eru djöfullinn sjálfur í flokkslíki og þeir ætla að gera útaf við landið. Fyrst að D-listinn er þetta ömurlega ömurlega bákn, eins og þú lýsir því, hvers vegna hafa þeir fylgi 40% Íslendinga ? Ekki segja að það sé vegna þess að “pabbi styður flokkinn” eða þess háttar, þess háttar stuðningur er ekki algengur, fólk eins og þú þarf bara að hafa ástæður fyrir því að það hugsa ekki allir...

Re: Ýmislegt um útlitsdýrkun, yfirborðskennd o.þ.h

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
geiri85 Í fyrsta lagi, það að slúðurdálkarnir hafi einblínt svona mikið á brjóstastærð “söng”konununnar lýsir einmitt því sem greinin fjallar um. Að útlitið, brjóst, o.s.fr sé það sem máli skipti, ekki minnist ég þess að hafa séð eitthvað nokkurn tímann um tónlist Britneyar í blöðunum, enda gerir hún e.t.v meira af af því að dansa og klæðast litlum sem engum fötum en að syngja, og þau skipti sem hún lætur kvaka í sér er röddinni breytt svo algerlega með ýmis konar tækjum að hún er...

Re: Flokkshagsmunir eða þjóðarhagsmunir

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nú þegar einhver hefur fundið hin margumræddu orð Ingibjargar, þagnar Pipppi þá ? Eða hvað ? :) Nú verður bara spennandi að sjá hvað verður úr borgarstjórn, og hvort borgin verði undir sömu stjórnartaumum og ríkisstjórnin. En ég persónulega held ekki að val Össurs á Ingibjörgu sé vegna tengsla þeirra. Ingibjörg nýtur mikils fylgis, satt er það, en fylgið hefur hún sem leiðtogi þriggja flokka, óháð hvaða flokk hún styðji. Ætlar Samfylkingin virkilega að reyna að auka við fylgi sitt á lygum...

Re: Ýmislegt um útlitsdýrkun, yfirborðskennd o.þ.h

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
geiri85 “Í raun lýt ég á fólk eins og Britney Spears, Madonnu, Janet Jackson… Þá er ég í raun að lýta meira á þau sem ”performer“ heldur en tónlistarmann… Það skiptir mig meira máli allur packinn.. tónlistin, útlit, dans, tónleikar, myndböndin…. Og skiptir það mig í raun meira máli heldur en hvort þau hafi samið helminginn eða öll lögin sín sjálf…” Skilgreindu list fyrir mér. Í rauninni er út í hött að kalla Britney og co. tónlistarmenn, þar sem list er verk listamannsins, en Britney gerir...

Re: Ýmislegt um útlitsdýrkun, yfirborðskennd o.þ.h

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
lodsteinn Tja, sá sem kemur fyrstur upp í hugann er nú hann Vanilla Ice..Ice ice baby ;) Hann er t.d mjög gott dæmi. Einnig eru rappararnir í Beastie Boys hvítir, en þeir gera þó öðruvísi rapptónlist en t.d Eminem og aðrir svertingjar og “black on the inside..white on the outside” dudear. Kv. Eyrún
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok