Laugarásvideó, ekki spurning. Rosalega gott úrval og starfsfólk sem þekkir myndirnar, ekki einhverjir unglingar sem eru bara að vinna sér inn pening en vita ekkert um myndirnar. Já, nú er búið að eyðileggja Skalla í Hafnarfirði líka, Snælandsvideó sá fyrir því. Þar var mjög gott úrval mynda en nú eru einhverjar örfáar til, bara þessar allra vinsælustu hverju sinni en í staðinn til svona milljón og fimm af hverri. Ömurlegt. Laugarásvideó á svo sannarlega titilinn skilið.