Ég var lögð í einelti frá 3. bekk uppí 6. Fólk stríddi mér á því hversu öðruvísi ég var. Ég hef alltaf verið mjög opin manneskja og allt öðruvísi en allir aðrir. Bara verið ég. En það sást mjög vel á mér að það var ekki allt í lagi með mig, svo að krakkarnir völdu mig til að níðast á, þótt svo að þau hafi kannski ekki gert sér grein fyrir afhverju. Ég gekk (og geng) í rifnum fötum sem var búið að næla saman og sauma í bak og fyrir bara einfaldlega vegna þess að þetta voru uppáhaldsfötin mín....