Það pirrar mig þegar litlir krakkar koma og þegar ég er í mínu mesta sakleysi úti í sígó og segja mér að það sé ljótt að reykja og/eða þeir ætli að segja mömmu minni. Það pirrar mig líka að ég skuli búa 400 kílómetrum frá kærastanum mínum og geta ekki flutt vegna þess að mamma mín vill ekki leyfa mér að fara í skóla í Reykjavík. Það pirrar mig að ég skuli ekki eiga sígarettur akkúrat núna. Það pirrar mig þegar fólk er með óþarfa dónaskap eða þegar ég stend mig að því að vera með óþarfa dónaskap.