Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hommar hengdir í Íran

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Nú afhverju? Eigum við ekki bara að drepa alla sem drepa einhvern? Hvar endum við þá, bara allir dauðir ha?

Re: Hommar hengdir í Íran

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Jamm Íran er víst nýji Vondi Kall alheimsins. Þessi frétt er pottþétt frá Bandarískri fréttastofu og er pottþétt fake.

Re: Hommar hengdir í Íran

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Já já, er þetta ekki bara áróður frá Bandaríkjamönnum? Gera alla voða reiða útí Íran, Íran er nýji “vondi kallinn”. Svo er hægt að ráðast inn í Íran og vopnaframleiðendurnir rosalega ánægðir.

Re: Hommar hengdir í Íran

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hún er það einmitt ekki, í Islam eru til dæmis meiri kvennréttindi en í kristni. Málið er að engin múslima ríki eru að fara eftir kóraninum.

Re: Hugleiðing varðandi ,,Gay Pride''............

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hvað með að svara mér? Hvað er svona hræðilegt við samkynhneigða? Ónei þeir notuðu ekki smokka mikið fyrst um sinn því þeir þurftu ekki á beinni getnaðarvörn að halda. Þá komu einhverjar tölur, sem eru lönguúreltar, um að samkynhneigðir eru líklegri til að fá aids. Skilurðu ekki að samkynhneigðir fá ekki kynsjúkdóma af því þeir eru samkynhneigður heldur af því þeir eru líklegri til að nota ekki getnaðarvarnir? Væri ég hommi væri nóg fyrir mig að passa upp á að nota smokkinn alltaf og þá væri...

Re: Alignment

í Spunaspil fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Alignment kerfi sem er byggt á good-vs-evil bullinu á almennt séð ekki við neins staðar.

Re: GURPS pælingar

í Spunaspil fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Nú á ég GURPS 4th ed og hef rekist á eitt stykki leiðindi. Það er högghraði miðaldarvopna, hann er bjánalegur, ég var búinn að lesa nær allar reglurnar og líkaði vel og ramba ég þá ekki bara inná bardagareglurnar, sem eiga vel við í modern og future setting en eru myndu henta betur í Diablo II rpg heldur en realistic medieval rpg. Bogar finnst mér líka vera útfærðir mjög bjánalega.

Re: Franz Liszt

í Klassík fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það er nú ekki þunginn beint, mér finnst þetta bara óáhguavert, rétt eins og mér finnst verk Schubert óáhugaverð. Ég hef alveg spilað verk eftir þessa menn og hlustað á þá, mér finnast þeir bara óáhugaverðir. Þar að auki þoli ég ekki óperur sem gerir það að verkum að Wagner er einfaldlega ekki minn maður :/

Re: McDonalds eða Burgerking

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Helst sleppa þessu, en ef ég væri neyddur væri það McDonalds, ég hef aldrei prófað burger king hérna heima, en útí Kaupmannahöfn var það mjög vont.

Re: The Black Sky R.I.P

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Með því að læra um tölvuleikjagerð var ég að tala um að hafa farið í skóla og fengið leiðbeinslu. Ég vona annars að þú takir svari mínu meira sem góðum ráðum, ekki gagnrýni.

Re: The Black Sky R.I.P

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hefurðu eitthvað lært um tölvuleikjagerð? Ef ekki þá myndi ég lesa mig meira til (kíkja í Bókasölu Stúdenta og athuga hvort þeir eigi einhverjar bækur og dót), svo myndi ég kannski gera mod fyrir einhverja leiki til að æfa mig (hellingur að gerast í Rome Total War mods). Heill leikur er kannski of stórt verkefni fyrir einn mann. Ef maður skoðar alla almennilega leiki sem eru flóknari en pacman þá sér maður að þeir eru hópverkefni.

Re: Hálf huga tilvitnun!

í Heimspeki fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ekkert í fyrri setningunni og Ekkert í seinni setningunni hafa sitt hvora merkinguna, þannig að í tungumáli þar sem sérhvert orð myndi alltaf þýða aðeins eitt myndi þetta ekki virka. Í fyrri setningunni þýðir ekkert “enginn allra hluta í heiminum”. Í þeirri seinni þýðir það 0. Núll er betra en fullkomin lífshamingja. Skinkusamloka er betri en enginn allra hluta í heiminum. Ef við skiptum um merkingu er verið að segja að 0 sé betra en fullkominn lífshamingja og að skinkusamloka sé ömurelgasti...

Re: Gera ekkert

í Heimspeki fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Svona er mannslíkaminn heftandi fyrirbæri.

Re: Henryk Wieniawski

í Klassík fyrir 19 árum, 8 mánuðum
jamm, hann fæddist sem sagt árið 1853 og lærði tónsmíðar með bróður sínum til 1850… Held að þetta eigi að vera til 1870.

Re: spilakvöld í Nexus salnum part 2

í Spunaspil fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hvernig er þetta? Er hægt að mæta og skella sér í eina groupu fyrirvaralaust? Ég man að ég og vinur minn gerðum það eitt föstudagskvöld vegna leiðinda-aldurstakmarks tónleika sem haldnir voru þarna rétt hjá. Það var skemmtilegra en mig hefði grunað :p Eru annars spilagroupur almennt að nýta sér spilasalinn?

Re: Franz Liszt

í Klassík fyrir 19 árum, 8 mánuðum
“Anti-semitismi” (set í gæsalappir því ég veit ekki hvað það þýðir, sýnist það vera þessar umdeildu skoðanir hans) Wagners var hins vegar ein stærsta ástæðan fyrir því að Liszt var hrakinn frá Weimar. Ef mig minnir rétt tek ég það líka fram í greininni að tónlist Wagners hafði mikil áhrif á Liszt, hafi ég ekki gert það hefði ég átt að gera það. Persónulega leiðist mér Wagner mjög, áreiðanlega einu skiptin sem ég var nær svefni en vöku á tónleikum var það við flutning á verkum eftir Wagner....

Re: Iron Kingdom d20 "spilamót" í Nexus

í Spunaspil fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Vó, Warmachine að koma í nexus. Nice

Re: Drykkjuráð og önnur góð ráð vegna komandi helgi

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Vodki í hlynsýróp - eðalblanda.

Re: Paganini

í Klassík fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Reyndar ekki alltaf, en ef við tökum gæði og deilum því með verði er Naxos algjörlega að rústa öllu.

Re: Gjöld á sterku víni og tóbaki hækkuð um 7%

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Mér finnst það persónulega ekki í lagi að úturdrukkið fólk sé að berja hvert annað í klessu og eyðileggjandi myndlistasýningar niður í bæ! Annars hafa skoðanir mínar á þessu máli breyst mikið. Í dag er ég á þeirri skoðun að það eigi að lækka tolla á víni niður í 20% en setja áfengiskvóta á hverja persónu, þá getur fólk sem kann að nota þetta hóflega borgað sanngjarnt verð á meðan hinir blæða þessum 500% ofan í svarta markaðinn.

Re: Sprengingar í London

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég er alls ekki sammála því að maður sé saklaus þangað til sekt er sönnuð, hefti viðkomandi aðilli aðgang að mögulegum sönnunargögnum er hann alls ekki allsaklaus (eins og í Olíusamráðsmálinu, að sjálfstæðisflokkurinn gerir ekkert annað en að þyrma þessum þjófum og neitar að opna bókhald flokksins… ég tel flokkinn vera að minnsta kosti hálfsekan fyrir að þyggja mútur og taka við þýfi, þess vegna mun ég aldrei kjósa hann fyrr en að minnsta kosti nýr formaður verður kjörinn). Þetta að einhver...

Re: Hugleiðing varðandi ,,Gay Pride''............

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Tjáningarfrelsið fótum troðið…. hahahahaha! Þú ert met, þér er frjálst að tjá öll þín rök, það segir enginn neitt við því. Samkynhneigð er ekki sjúkdómur, hún er manngerð, eitthvað sem er öðruvísi en þú. Þetta kemur allt með kalda vatninu, skilur þetta þegar þú verður eldri. Ástæðan fyrir að ég treysti ofsatrúuðum kristnum mönnum ekki fyrir umfjöllum um samkynhneigða er sú að ofsatrúaðir kristnir menn hafa verið heilaþvegnir. Í sambandi við mig og samkynhneigða þá ólst ég ekki upp við neina...

Re: Sprengingar í London

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Að ósi skal á stemma. Sniðugheitin í þessum málshætti er ástæðan fyrir því að fólk er að áhyggjast yfir þessu.

Re: Sprengingar í London

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þjóðrembumaskínan er strax komin í gang þannig að hann ætlar sér allavega að nýta sér þetta eitthvað. Hvort bretar gleypi við því veit ég ekki, það verðum við bara að sjá í fyllingu tímans. Svo setti ég aldrei fram neina samsæriskenningu, ég skrifaði bara hugleiðingar á þeim forsendum að stjórnmálamenn séu líka mennskir og beyti ýmsum hundakúnstum við að halda í völd sín, alveg eins og við hin. Þetta eru engir dýrlingar (og sjálfur vil ég meina að það hafi aldrei dýrlingar verið til) og...

Re: Sprengingar í London

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Já, ég er sammála þér þarna, en mér finnst samt að Bandaríkjamenn séu að fela eitthvað. Alltof mikil kameljón ástæðurnar þeirra. Ég held að þeir hafi aðalega verið að senda öðrum stjórnendum sem eru á snæri banaríkjastjórnar þau skilaboð að það borgi sig ekki að vera með eitthvað múður (eins og Saddam var greinilega með).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok