Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Er guð til?

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Já, en það sem ég átti við er sá eini raunveruleiki sem við getum sannað er raunveruleiki hugmyndanna. Þeirra hugmynda sem skynfæri gefa okkur. Ef táknið 1 væri þín hugmynd og þú myndir sýna mér það og kynna mér hugmyndina, væru það samt sem áður skynfæri mín sem sjá þig og þína túlkun sem gefa mér hugmyndina. Ég get ekki sannað þig fyrir sjálfum mér nema sem hugmynd skynfæra minna. Ég hef ekki getu til að vita hvort taugakerfi mitt sé ekki bara eitthvað að sprella í mér endalaust (kannski...

Re: Könnunin - trúleysi

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Að ákveða að veiða sér til matar verður að koma af þeirri trú að maður deyi ef maður borðar ekki, eða þá þeirri trú að aðrar manneskjur séu eins og maður sjálfur í raun. Það væri frekar glatað að sannreyna það á sjálfum sér. Ef maður eyðir tíma og orku í að afla matar hlýtur það að vera skoðun manns að það verði að gera. Að herma eftir öðrum; þá þyrfti maður að vera annaðhvort á þeirri skoðun að þaðværi manni fyrir bestu eða að það væri einfaldlega verkan(function) manns.

Re: Hvað finnst þér?

í Battlefield fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Fyrir mig er þetta einfaldlega spurning um hvað borgar sig( er ekki annars takmarkið að ná sem mestri heildarskemmtun útúr fyribærinu?). Vegur gleði þess sem spawncampar upp pirring þess sem fyrir því verður? Ég hef verið beggja hliða og er á þeirri skoðun að svo sé ekki. Þegar maður er spawncampaður þá er það oft þannig að maður getur einfaldlega ekki gert neitt áður en maður er drepinn, það veldur ákveðinni vanmáttartilfinningu sem veldur hjá flestum manneskjum gýfurlegum pirringi. Hinum,...

Re: Könnunin - trúleysi

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ef það skemmir ekki fyrir grunnuppbyggingu homo sapiens væri hægt að vera svona og teljast ennþá maður. Hins vegar sér maður að líkurnar á slíku eru afar litlar þvi þau gen sem þyrfti til að þetta sé mögulegt myndu varla þrýfast lengi. Algjör trúleysingi myndi einfaldlega í upphafi lífs síns ákveða að drepast og þar með endar saga hans. Ástæðan fyrir því að ég segi gen er að ýmiss eðlisleg viðbrögð kalla á að taka ómeðvitað afstöðu, þess vegna þyrfti eitthvað gen til, held ég.

Re: Að vera góður

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Fyrir mig er þetta einfaldlega spurning um tilgang minn, sem er að mínu mati að leggja það litla sem ég hef möguleika á að manneskjan þróist til hins betra. Til hins betra, það skilgreini ég á hins vegar með ákvörðun. Persónulega finnst mér mest sannfærandi spá að alheimurinn muni þenjast endalaust út ef ekkert er að gert. Það er í raun engin einföld leið sem orkan getur nýtt sér til að beygja til baka. Hins vegar ef maður skoðar flóknari leiðir, lífverur; þá sérstaklega flókið taugakerfi...

Re: Er guð til?

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það sem ég er að reyna að segja er að hver er sá sem getur skilgreint rétt skilningarvit og hver ekki? Er ekki soldið gróft að þykjast getað tekið sér þá stöðu? Eini raunveruleikinn sem við getum mögulega þekkt er okkar eigin upplifun/hugmyndir sem skynfæri gefa okkur. Ef einhver hefði skynfæri sem við búum ekki einu sinni yfir hæfileika til að skynja eða rannsaka væri hans raunveruleiki annar en okkar og enginn möguleiki væri að brúa hans raunveruleika í okkar. Þess vegna er ég fylgjandi...

Re: Er guð til?

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þetta með muninn á leiðbeiningunum er mjög sterkur punktur. Hins vegar getur blindur maður í hjólastól aldrei sannreynt að Everest sé til nema með hjálp þyrlu (eða álíka tækis). Á þeim tíma sem þyrlur voru ekki til gæti trúaður maður sem séð hefur guð upplifað samfélagið sem eintóma blindingja í hjólastólum gagnvart guði. Hann hefur sínar leiðbeiningar um að fara í klaustur, vera einlægur og rækta tómata (eða eitthvað) og þannig geti maður séð ljósið, séð guð. Alveg eins og leiðbeiningar...

Re: paganini aðdáendur (og anti-metalistar)

í Klassík fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ha? Þetta er sko eðlisfræðilegt fyrirbæri… Þegar þú spilar hljóm heyrir þú að þríundin stingst alltaf aðeins út. Hins vegar gerir hún það ekki á sinfóníutónleikum (þar sem öll hljóðfæri eru ótempruð, tónhæðin stillanleg samstundis).

Re: smá spurning

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Í svari sínu líkir hann alheiminum við blöðru sem verið er að blása upp. Miðja blöðru er til sem miðja kúlunnar sem blaðran er. Hægt væri að halda skrár yfir hreyfingu milljarða stjarna og geimfyrirbæra og reikna þannig út hvaðan grunnorkan kom. Það er að minnsta kosti mín frumstæða hugmynd um miðju alheimsins.

Re: paganini aðdáendur (og anti-metalistar)

í Klassík fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Nei, gítar með þverböndum er alltaf falskur. Það sama á við píanó. Þríundir eru ekki jafnar.

Re: Er guð til?

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Er reynsluþekking allra sú sama? Ef einhverjir hafa séð guð, er hann þá ekki jafnmikið til og kannski toppur Everestfjalls, sem ekki alltof margir hafa séð en er samt viðurkenndur sem partur af “raunveruleikanum”.

Re: Er RTR eitthvað spilaður á netinu?

í Herkænskuleikir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Já, það væri mjög sniðugt.

Re: smá spurning

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Nú? Á ekki heimurinn að hafa myndast einhversstaðar við mikla sprengingu. Ég hélt að sá staður væri miðjan. Annars veit ég að staður án nokkura einda er ekki beint staður, nema í hæsta lagi í huglægum skilningi. Er það það sem átt er við?

Re: Er RTR eitthvað spilaður á netinu?

í Herkænskuleikir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Já, ég skil. En það er svo auðvellt að countera fullt af bogamönnum eða fullt af fílum. Svo geta hestar varla verið margir (allavega ekki í RTR, þeir eru svo svínslega dýrir). Í raun þarf bara að kaupa slatta phalanx og slatta af létthestum. Bogamenn eru svo náttúrulega mjög takmarkaðir því þeir klára skotin svo fljótt. Annars er það mín skoðun að ekki megi eyða meiru en 75% denarii í sömu kallategundina, nema infantry.

Re: Er guð til?

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Raunveruleikanum? Segðu mér, hvað er það?

Re: smá spurning

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Væri ekki réttast að miða við miðju alheimsins?

Re: Er RTR eitthvað spilaður á netinu?

í Herkænskuleikir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ha, skil þig ekki alveg.

Re: Líf og dauði

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Lífið er sveiflukennt, dauðinn er statískur. Þannig lýt ég allavega á málið. Kannski finnst þér sársaukinn meiri því þú tekst ekki á við uppsprettu sársaukans og reynir að flýja?

Re: Líf og dauði

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þetta máltæki er auðvitað bull (bit over the top, eins og þeir segja í heimsveldinu) en segir sitt.

Re: Hvert er heimspekilegt við horf fjölmiðla?

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Heimspekilegt viðhorf fjölmiðla er eins og annarra fyrirtækja, að framleiða vöru (fréttir) sem selst. Svo ákveða neytendur með því sem þeir kaupa hver stefna fyrirtækjanna er.

Re: Skynjunin sjón

í Heimspeki fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Við getum ekkert fullyrt um það. Það er löngu viðurkennt.

Re: Uppáhalds tónskáld

í Klassík fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ég held bara að hann sé nokkuð sér á báti, svipað eins og Bartók. Annars hef ég ekki farið í tónlistarsögutíma um 20. öldina þannig að ég þekki þetta ekki grýðarlega vel.

Re: Uppáhalds tónskáld

í Klassík fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Held að hann hafi ekki verð nýklassíker. Nei alveg öruggelga ekki… hmm. Hann samdi allavega ekki í tóntegundum og notaði raðtækni. Að minnsta kosti hljómar hann hvorki eins og Poulenc, Stravinsky og þessir nýklassíkerar, hann hljómar heldur ekki eins og Schönberg eða seríalistarnir. Ég veit bara ekkert hvar hann er flokkaður.

Re: A Game Of Thrones

í Spunaspil fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Hljómar eins fullkomið millistig milli GURPS og D&D, eitthvað fyrir grúppuna okkar…

Re: Uppáhalds tónskáld

í Klassík fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Paul Hindemith… er með þekktustu tónskáldum 20. aldar. Ég veit ekkert gýfurlega mikið um hann nema að hann samdi alveg fáránlega góða tónlist og frekar afkastamikill.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok