Ég er að pæla í viðmiðunum. Ef við, okkar innra “ég” er blekking, hvað er þá verið að blekkja? Það hlýtur eitthvað sem er verið að blekkja, annars er það ekki blekking, þá er það nýr veruleiki, annar heimur ef hann er algjörlega gerður úr “blekkingum” og hluti hans hefur sjálfstæðan vilja (hæfileika til að velja úr möguleikum). Annars veit ég ekki um hinn sjálfstæða vilja svokallaða, þegar ég framkvæmi val þá reyni ég oftast að miða við rökhugsun, aðrir nota innsæi (ómeðvitaðan samanburð á...