Sellóið liggur á bassasviðinu en kontrabassinn á kontrabassasviðinu. Þetta felur í sér vissa tvíræðni því yfirleitt er hljóðfærafjölskyldum lýst innbyrðis með söngraddanöfnunum sópran, alt, tenór og bassi, þar er kontrabassinn klárlega bassinn, en ef við miðum við tónsvið radda er sellóið bassinn og tenórinn, víólan hálfgerður alt/tenór og fiðlurnar sópranar/altar.