Já, reyndar er ég ekki heldur mikið fyrir dagblöð (veit allavega um ekkert íslenskt sem mér finnst traustsins vert, en þau virðast öll vera of veikburða til að halda uppi lágmarkshlutleysi), en það er alltaf gott að hafa einhver dægurmál til að spjalla um við t.d. fólkið í vinnuni og svona. Það væri einfaldlega þægilegra ef að dagblað gæti boðið uppá eina og eina grein í þyngri kantinum, þá væru líka fleiri búnir að lesa hana og eykur líkurnar á að talið snúist um eitthvað sem talandi er um.