Hvernig skilgreinir þú þig og hugtakið stjórn? Stjórn er einfaldlega að maður hafi áhrif á raunheiminn með úrvinnslu sinni á skynjun sinni og fyrri reynslu. Hugtakið “ég” hefur alltaf verið loðið, ert þú bara líkami þinn eða afmarkaður hluti hans? Ert þú meðvitund þín, en hvers virði er hún án minnis þíns, reynslu þinnar og hugsanahætti? Ég myndi segja að “ég” sé nátengt hugsanahættinum, eða hvernig mynd/líkan af heiminum maður hefur í huga sér og hvernig maður eykur við hana.