Víst. Það er mjög rökrétt hegðun að drepa dýr og éta ef siðferðiskerfið sem þú lifir eftir metur þína ánægju hærra en ánægju annarra. Það er ekkert bara eitt siðferðiskerfi byggt á rökum. Öll alvöru siðferðiskerfi eru byggð á rökum, þau hafa bara mismunandi forsendur svo að rökin leiða þau á mismunandi staði.
Ég get auðvitað ekkert sannað í þessum málum en ég held samt að sá aðili sé vandfundinn sem hefur ekki gaman af stærðfræði af neinu tagi. Gæti samt líka verið þetta sem þú segir, útiloka það ekki.
Ég held í alvörunni að fólk hati ekki stærðfræði, það hati bara að vera ekki gott í henni. Það hafa flestallir gaman af stærðfræði í einhverri mynd, hvort sem það er bara að leysa einhverjar gátur(t.d. skákþrautir) eða eitthvað flóknara.
Það hefur verið erfitt. Félagi minn er eins. Hann er á náttúrufræðibraut en alveg týndur í stærðfræði. Hvernig gekk þér þá í eðlisfræði og skyldum greinum?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..