Sæll Loki. Ég skal svara þessum spurningum þínum eftir bestu getu. -Mysuprótein. Það hjálpar að taka inn mysuprótein í duftformi einfaldlega vegna þess hve handhægt og þægilegt það er. Ef þú ákveður að fá þér mysuprótein er fínt að drekka eitt glas(20-40g, eftir þörfum) með morgunmatnum og kannski annað glas í bland við einföld kolvetni beint eftir æfingu. Varðandi prótein inntöku þá er fínt markmið að ná inn 2g fyrir hvert kíló af líkamsþyngd. Egg, skyr, kotasæla og allt kjöt eru frábærir...