ég get nú varla sagt að ég kann að fljúga, ég er góður í “föstum leikatriðum” s.s. flugtaki, lendingum o.s.fr.v. Að læra að fljúga er ekkert nema æfing og aftur æfing. Þegar kennarinn steig úr vélinni var ég með 14,6 tíma á bakvið mig, kannski svipað og það tekur að fljúga London-Tokyo. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það fulllítið, hefði t.d. mótor farið hjá mér eða ég lent í “wake turbulence” frá þotnum sem voru þarna að sveima þá efast ég um að ég hefði náð að klóra mig framúr þeim...