Við vorum einu sinni að læra um skyldleika tungumála í íslensku og komumst að því að norska er miklu skyldari íslensku en danska hefur nokkurn tímann verið, við erum nú komin af Norðmönnum. Þótt að Danir hafi stjórnað okkur þessi hundruð ár, þá finnst mér það ekki næg ástæða til þess að læra dönsku í framhaldsskólum, þótt að hún hafi verið færð yfir í 7. bekk í grunnskóla. Ég byrjaði að læra dönsku í 5. bekk og að mínu áliti er þetta bara dónaskapur að troða í okkur tungumáli sem engin...