Þú bauðst til að gera við hann sjálfur og gagnrýnir síðan að ég láti pabba sjá um það, hann er allavega með menntun og reynslu í að gera við raftæki. Nei ég man ekki eftir að einhverjum sem hefur átt tölvu sem aldrei bilar, en mér líkar líka betur við tölvur sem ég get reynt að laga sjálf, ég hef aldrei keypt heila tölvu. Ég fékk fyrstu tölvuna mína 12 ára og það var gömul frá pabba, síðan þá hef ég bara keypt eða fengið gefins tölvuhluti, og sett þá í sjálf eða látið pabba sjá um það.