Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Stóru mistökin mín og fyrsta session í lagfæringu.

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Takk fyrir öll kommentin. Smáatriða vinnan sést kanski ekki nógu vel á þessari mynd, en hún er einfaldlega ekki nógu vel gerð. Hann lítur kanski vel út þar til þú skoðar hann nánar. Og hálsinn er skakkur, hryggurinn byrjar ekki í maganum á neinu dýri. Og líka bara að benda á að Mati var í innan við 1og1/2 tíma að gera þetta. Spurjið hvaða tattoo-erara sem er hvað þeir væru lengi að gera dreka af þessari stærð, og þeir segja án efa meira en 1og1/2 tíma.

Re: Stóru mistökin mín og fyrsta session í lagfæringu.

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
nákvæmlega :) takk fyrir að koma hugsunum mínum í orð ;)

Re: R. I. P

í Ljóð fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Þetta er fallegt ljóð ég finn gæsahúð yfir að lesa það og rifja upp tilfinningar sem ég fann þegar vinur minn dó. Og ef það er ekki góð meðmæli fyrir ljóð, að það rifji upp tilfinningar, þá veit ég ekki hvað gott ljóð er.

Re: Stóru mistökin mín og fyrsta session í lagfæringu.

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Þesssi sem ég fór á hét Angel tear tattoo. OG var við höfnina hliðin á einhverjum voða fancy veitingastað. OG Mati er með tribal í andlitinu. Það getur vel verið að þeir séu ekki þar lengur, en þeir voru þar í fyrra, hann og ofurfullli gatarinn hans. Ég hætti við að fá mér gat, hann var svo fokkt á því gataragaurinn.

Re: Stóru mistökin mín og fyrsta session í lagfæringu.

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ertu að tala um Mati, Ungverska gaurinn? Hann er vel fær. Ég sá mjög góðar myndir eftir hann. Sem var líka ástæðan fyrir að ég treysti honum. En hann var að flýta sér svo mikið. Öll mistökin eru fljótfærnismistök. Það er líka það sem Vincent sagði, að gaurinn er greinilega fær, hann var bara að flýta sér.

Re: Stóru mistökin mín og fyrsta session í lagfæringu.

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Í þessu tilviki var ég búin að finna dreka sem hann hafði teiknað, sem var í annarri stellingu. Þennan rissaði hann upp á löppina á mér, og ég sá ekki nógu vel hvað hann var að rissa.

Re: Tattoo-staðsetning

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
vinkona mín er með nótu fyrir aftan eyrað (tóneyra) Það er frekar flott, og ef það sést ekki alltof mikið í það ætti það ekki að trufla vinnu. Annars er öklinn góður staður líka.

Re: fer á eftir ;)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
töff :)

Re: fitug húð

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég var alls ekki að meina að þú værir með bólótta húð, en feit húð fær frekar bólur og efnin sem eru notuð á fituga húð eru oftast sömu og eru notuð á bólótta húð. Hvernig virkaði rocutan fyrir þig? Og já það er akkurat það sem ég var að tala um.

Re: fer á eftir ;)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Takk fyrir ábendinguna. En bæði er mér meinilla við sköfuna og efnið sem þeir nota, og ég er fullfær um að raka þetta sjálf.

Re: fitug húð

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Það er til lyf sem læknar gefa, sem dregur úr fitu og bólumyndun, man ekki hvað það heitir. Annars er gott ráð að þrífa húðina og nota td. oxy eða aðrar snyrtivörur ætlaðar bólóttri og fitugri húð.

Re: Halltu þig við sannleikann

í Heilsa fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Gott hjá þér. Ég hef séð manneskju fá mikinn lit með 50+ vörn. En það er algjörlega þitt val að fara illa með húðina. Sólin er ekki bara að flýta fyrir öldrun húðarinnar, heldur aukast möguleikarnir á húðkrabbameini gífurlega ef fólk notar varnir undir 20, og tala nú ekki um enga vörn. Húð krem og aloa vera eru einungis notuð til að gefa húðinni raka, ekki til að varna húðinni frá uv-geyslum. Það eru til fleiri ráð til að ná lit. Td. efni sem heiti Astazan og annað sem heitir imideen. Þessi...

Re: Halltu þig við sannleikann

í Heilsa fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Þú færð lit með sólarvörn. OG svo er líka sniðugt að nota litað dagkrem frá Johnson eða dove. Það er fyrir allan líkamann og gefur jafnan og fallegan lit, ekki of feik. Ég nota það oft til að jafna lit eftir boli eða bikini, mér finnst svo ljótt að vera með för eftir fötin.

Re: LEITA AF GÓÐUM SERVER

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég er að spila á Neptulon, þar eru einhverjir Íslendingar. Mikið af Englendingum. Og svo Hollendingar, Svíar og Rúmenar. Enska er yfirleitt ráðandi, allavega í þeim guildum sem ég hef verið að spila.

Re: "No Body Is Perfect"

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég sá hana um daginn. Ég bjóst samt við að hún væri meira um body-modification, frekar en kynlífs fetish. En áhugaverð mynd samt sem áður. Fékk alveg hroll yfir puttaskeranum :)

Re: sárvantar aðstoð hérna

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Tattoo-erarnir eru líka allir vel færir í aðð teikna upp myndir. Töff mynd sem Dvergabondi sendi inn

Re: vont ?

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Mér fannst gatið sjálft ekkert svo vont, en eftir á fann ég stundum fyrir þessu ef ég lá til dæmis á eyranu eða eitthvað kom harkalega við þetta. En samt ekki það vont að það var ekki þess virði. Þetta er líka alltaf einstaklingsbundið.

Re: Arty farty

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Það getur verið svo margt. Kjóll af ömmu þinni gæti dugað. Eða bara fara í spútnik, Gyllta köttinn eða þessar artífartí búðir. Þetta er samt rándýrt. Rauðakross búðin er að selja notuð föt ódýr, þú þarft bara að passa þig að enda ekki eins og gömul kelling ef þú ferð þangað að versla En basically er þetta spútnik liðið, þú hefur ábyggilega séð fullt af artífartí klæðnaði.

Re: Nöldur? Hver veit?

í Tilveran fyrir 17 árum, 3 mánuðum
þó svo að ég vilji vera réttlætiskenndin uppmáluð og að segja að þeir eigi skilið annan séns í samfélaginu, að þei hafi verið barðir nógu oft í fangelsum og heima hjá sér. Þá finnst mér þeir eiga allt illt skilið. Ég get í raun ekki borið samkennd með síafbrota barnanauðgurum. Mér finnst að það ætti að drepa þá, samt er ég á móti dauðarefsingu. Ég var að vinna í búð um daginn og Steingrímur Njálsson var þarna inni. Og hann var ekkert að flýta sér út, ég afgreiddi hann þar sem stelpan sem ég...

Re: könnunin

í Blizzard leikir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Fíkn eða ekki þetta er uppáhaldsleikurinn minn. Þetta er ekki fíkn fyrir mér, og ég veit vel hvað fíkn er. En sumir bara nota þetta sem “fíkniefni” ég þekki fólk sem hætti í vinnu eða nennir ekki að sækja um, og fór ekki í sturtu (sturtan var reyndar biluð) Bara vegna þess að það var heima í wow. Það er hægt að verða háður mörgu t.d. tölvuleikjum, kynlífi og mat. Fyrir flestum er ekkert mál að leika sér í tölvunni, stunda kynlíf og borða. En augljóslega geta ekki allir gert það...

Re: get aldrei hrifið stelpur

í Rómantík fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Til að kynnast stelpum þarftu að vera opinn og virðast áhugaverður. Þú þarft alls ekkert að drekka það er bara asnalegt að vera of fullur að reyna að pikka up kvenfólk. En þú ert í skóla það er fínn vetvangur til að kynnast fólki, bæði stelpum og strákum. Taktu þátt í einhverju félagslífi innan skólans. Og talaðu við fólk í frímínútum. Það gæti líka verið komin tími á að endurskoða fataskápinn, það er ekki töff að vera alltaf í sömu fötunum. Spáðu í þínum stíl og hvernig þú gætir lífgað upp...

Re: Umsagnir um Rotting Christ / Loch Vostok - komið með þær!

í Metall fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Rotting christ voru geðveikir. Ég var búnað finna eitthvað með þeim áður en þeir komu, og var mjög sátt. Það bættist allavega diskur í safnið mitt :) Loch Vostok, var ekki að gera það fyrir mig, fíla ekki svona hetju metal. Helshare og Sólstafir, eru bönd sem er alltaf gaman að sjá og stóðu sig líka bara mjög vel.

Re: kremið sem reddaði mér...

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 3 mánuðum
skilaðu til mömmu þinnar að hún er snillingur, ég hef verið að nota kremin frá henni. Geri mér örugglega ferð bráðum á þennan sveitamarkað til að kaupa meira :)

Re: Tvö af mínum

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 3 mánuðum
töff, þetta neðra er alveg geggjað. :)

Re: Upplýsingar um Loch Vostok

í Metall fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Var ekki að fíla þessa hljómsveit, fór á tónleikana í gær. Er líka ekki mikið fyrir hetjumetal og fannst þeir ekki beint passa inn í þessa tónleika. En Rotten Christ voru alveg að gera það fyrir mig. Var líka alveg að fíla Sólstafi, þeir eru farnir að fikta meira út í eitthvað absúrt. Helshare eru líka geðveikt góðir. En sorry Loch Vostok sukkaði, en það er allavega mitt álit.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok