Þakka þér, Það hafði komið til greina að hafa ei í stað ekki, en það er að mínu mati óþjálara í þessu tilfelli - mér finnst betri ryþmi í “Mátum ekki herinn meiri” - ‘öldugangurinn’ verður reglulegri. Það skiptir afskaplega miklu máli að hlusta á ljóðið þegar maður les það. Ekki bara lesa textann, heldur að þylja hann nánast upp með sömu tilfinningu og það er upprunalega ort. Fyrstu tvær tvennurnar eru í hálfgerðum loftskeytastíl - beinskeyttar, hraðar og óflúraðar. Síðustu tvær eru mun...