Þegar lang amma mín var lítil átti hún heima uppi í sveit. Í einu túninu var stór steinn og sagt var að þar byggju álfar. Pabbi hennar ömmu ætlaði að slá túnið og líka í kringum steininn. Nóttina áður dreymdi hann að álfakona hefði komið til hans og sagt: ,, Ekki slá garðinn minn" og þá meinti hún víst í kringum steininn. Daginn eftir hugsaði hann samt að þetta væri bara draumur og sló í kringum steininn. Svo þegar hann kom inn í fjós var besta kúinn hans dauð. Kat701