Ég vil bara minna þá sem lesa þetta á að nú er jólaljóðasamkeppni í gangi, að ósk nokkurra notenda. Enn hefur enginn sent inn ljóð í samkeppnina, en hún stendur til 19. desember, svo það er vika til stefnu. Nokkrar mjög góðar sögur hafa verið sendar inn í jólasagnasamkeppnina sem stendur til 24. des. Endilega verið dugleg að semja fleiri.