Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Karat
Karat Notandi frá fornöld 4.538 stig

Gerðist eitthvað í dag? (5 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Gerðist eitthvað sérstakt í Nágrönnum í dag? Ég missti af þættinum og er að spá í hvort eitthvað sérstakt hafi gerst sem sé gott að vita fyrir næsta þátt á mrogun.

Eurovison áhugamálið (4 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég vil sem stjórnadni á Eurovison bara benda ykkur á að nota Eurovison áhugamálið fyrir umræður um Söngvakeppni sjónvarpsins. :D Karat.

Bridget/Jennifer Finnigan (4 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Voruð þið búin að taka eftir því að sú sem leikur Bridget í Glæstum vonum (Jennifer Finnigan)leikur aðalhlutverkið í þáttunum Close to Home sem eru nýbyrjaðir á Skjá einum? Hún er bara eldri í þessum nýju þáttum. Þeir eru alveg ágætir, hún leikur unga konu, Annabeth Chase, sem er saksóknari.

Var ekki Silvía...? (1 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Var hún ekki í Kastljósinu um daginn? Munið þið hvaða dag?

Roger (3 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Hvar fannst Roger? Hvað kom fyrir? Ég missti af byrjuninni í gær, það hlýtur að hafa komið fram þá.

Banner? (18 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Þið takið kannski betur eftir þessu hér. Mig langar að kanna það hvort það sé einhver áhugi fyrir banner samkeppni. Þ.e. hvort þið hafið áhuga á því að prófa að búa til nýjan banner efst til hægri á áhugamálið. Eru einhverjir áhugasamir? Karat.

Silvía fær að vera með. (9 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Silvía Nótt fær að vera með. Sjá þetta: http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=123155&e342DataStoreID=2213589 og þetta: http://www.mbl.is/mm/frettir/

Komumst við í aðalkeppnina? (3 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Jæja, nú hefur maður heyrt öll lögin sem taka þátt í forkeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins. Ég held að lag Silvíu Nætur sé það lag sem á mesta möguleika í Eurovison af þeim íslensku lögum sem komin eru áfram. Það er mjög leiðinlegt að lagið lak út á netið vegna þess að nú er hægt að gera það umdeilt. Ég efast ekki um að það gera einhverjir mál úr þessu eins og fram kemur á mbl.is í kvöld. Það er vonandi að hún fái að halda áfram. Spurningin sem ég er að velta fyrir mér er þó þessi: nær Silvía...

Afmæliskort (5 álit)

í Hugi fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Mig langar til að spyrja um hvort þið vitið um einhverja síðu þaðan sem maður getur sent afmæliskort ókeypis. T.d. eitthvað flash. Þetta má vera á ensku eða dönsku (norsku/sænsku). Ég veit um kveðjurnar á mbl.is en ég er að hugsa um eitthvað skemmtilegra. Við þið um eitthvað svona? Kv. Karat.

Söngvakeppnin - kvöld 2 (15 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Mér finnst lögin í kvöld mun sterkari en síðasta laugardag. Mér fannst sum þeirra m.a.s. venjast ansi vel eftir að hafa heyrt brot úr þeim aftur í upprifjuninni. Mér fannst lögin með Ardísi, Heiðu og Guðrúnu Árnýju best. Ardís var með fjörugusta lagið, lagið sem Heiða söng var mjög “spes” og gæti gengið í Austur-Evrópu og langið sem Guðrún söng er geisilega fallegt, en á varla séns í aðalkeppninni held ég. Ég er ekki hrifin af Eyva, en ég gæti trúað því að eldra fólk kjósi lagið hans. Hvað...

Izzy (4 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ferlega var Izzy góð í þættinum í dag. Nú hefur hún Paul algjörlega í hendi sér. Gott á hann. :D Izzy hækkaði bara aðeins í áliti hjá mér við þetta.

Eve? (1 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég sá Leiðarljós í gær, missti kannski af síðustu 2-5 mínútunum til að horfa á Nágranna. En hvað gerðist með Eve? Hún er allavega tengd við vél núna. Þetta fór alveg framhjá mér!!! Getur einhver útskýrt? Takk, Karat

Hvaða lag á mesta möguleika? (16 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Mér finnst síðasta lagið; Strengjadans eiga mestan möguleika á því að ganga vel í Eurovision af þessum átta lögum í kvöld. Fimmta lagið var líka ágætt, svolítið fjörugt. Mér finnst ekki ganga að senda rólegt lag. Hvað finnst ykkur?

Notið Eurovisonáhugamálið (3 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Kvöldið. Þar sem Söngvakeppnin er í gangi á RÚV núna (undankeppni) þá við ég benda ykkur á að nota Eurovisionáhugamálið endilega fyrir umræður um lögin og keppnina. Karat, stjórnandi á Eurovison.

Nágrannar 19.janúar (4 álit)

í Sápur fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Ég missti af Nágrönnum í dag. Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver nennti að segja mér svona helstu atriðin sem gerðust í dag ef það var eitthvað sérstakt, svona svo ég verði með á nótunum á morgun. Kærar þakkir; Karat.

Er Izzy ekki að misskilja? (5 álit)

í Sápur fyrir 19 árum
Þegar Karl hringdi í Izzy í dag sagði hann aldrei að hann elskaði hana, heldur að hún ætti að finna einhvern að vera með sem elskaði hana og að honum þætti leiðinlegt að þau hefðu rifist síðast þegar hann talaði við hana. Hún sagði á spítalanum að hann hefði sagst elska sig og blablabala. Það fór algerlega fram hjá mér. En hann sagði við Susan að hann elskaði hana.

Trevor Delgome??? (10 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég er að lesa 6. bókina núna og þar er mikið minnst á Trevor Delgome. Er það rétt munað hjá mér að í ensku útgáfunni heiti hann Tom Riddle? Vill einhver vera svo vænn að segja mér af hverju nafninu var breytt í íslensku þýðingunni? Ég get ekki munað þetta.

Brooke-Thorne-Ridge (5 álit)

í Sápur fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Jæja, það er heldur betur slæmt hjá Brooke núna. Thorne er búinn að komast að því að hún elskar alltaf Ridge innst inni eftir að hafa heyrt hana segja það við Deacon í misheppnaðri tilraun til að fá þann síðast nefnda til að slíta hjónabandinu við Bridget. Thorne er ekki sáttur og þegar þátturinn í dag endaði var hann að hella sér yfir Brooke sem kom alveg af fjöllum. Reyndar skil ég ekki af hverju að hann var svona blindur fyrir þessu, ég hefði getað sagt honum þetta fyrir löngu! Ég verð að...

Kannanir (0 álit)

í Sápur fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það vantar einhverjar skemmtilegar kannanir (sem hafa ekki komið oft áður). Endilega sendið eitthvað inn. Karat.

Morð eða hvað? 3/11 (9 álit)

í Sápur fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Þú skalt ekki lesa þetta Sugnaks. Ég man ekki eftir því að það hafi svona mikið verið að gerast í Nágrönnum í mörg ár. Nú sætir Steph morðákæru fyrir að hafa hjálpað afa sínum að deyja, sem ég er 100% viss um að hún er saklaus af (við sáum það nú alveg). Svo kom núna síðast í ljós að Gus brann ekki bara inni heldur var hann myrtur á undan. Hver haldið þið að standi fyrir því??? Ég segi enn þá Luka.

Gus - dáinn (14 álit)

í Sápur fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það er komið í ljós að líkið sem fannst í brunanum var af Gus. Ég efast svo sem um að einhver eigi eftir að sakna hans mikið. Nú er stóra spurningin hvort að það hafi líka verið hann sem kveikti í. Kannski er erfitt að komast að því fyrst að hann er dáinn nema að það sé einhver annar. Ég er enn sannfærð um að það sé Luka.

Austin Powers og Leia prinsessa í Eurovison (0 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ég vissi ekki að Austin Powers hefði verið í Eurovison. Það voru tveir söngvarar sem voru nákvæmlega eins og hann ;) T.d. í laginu sem var sýnt nr. 1. Þetta var mjög fyndið. Svo var Leia prinsessa úr Star Wars líka í einu laginu hehe.

Jessie Spencer í House (1 álit)

í Sápur fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Mig langar að nefna það svona til gamans að leikarinn Jessie Spencer sem við þekkjum best sem Billy Kennedy er farinn að leika í þáttunum House á Skjá einum. Í House leikur hann Dr. Robert Chase. Ég var svolítið hissa þegar ég sá hann, því hann hefur breyst frekar mikið. Mér finnst hann hafa breyst til hins verra útlitslega, hann var svo sætur strákur í Nágrönnum en núna er hann frekar langur og mjór með hárið allt út í loftið. Á meðan ég horfði á þáttinn hugsaði ég “hann er orðinn læknir...

Það vantar allt (1 álit)

í Sápur fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Hingað vantar nauðsynlega nýtt efni. Engar myndir eða kannanir eru í bið og engin grein hefur borist í langan langan tíma. Tölurnar fyrir september hafa ekki enn borist en ég geti fastlega ráð fyrir að við höfum lækkað sökum greinaleysis. Hvernig væri að fara að senda eitthvað inn? Karat

Hugmynd (18 álit)

í Tolkien fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég fór í bíó í gær og meðan verið var að sýna brot úr væntanlegum kvikmyndum fékk ég þessa hugmynd. Nú er verið að gera kvikmynd (væntanlega koma fleiri en ein) eftir ævintýrum C.S. Lewis um Naríu. Sú fyrsta; Ljónið, nornin og skápurinn er væntanleg í desember. Mér datt í hug að það væri kannski sniðugt að prófa að gefa C.S. Lewis smá umræðuhorn (kork) á Tolkien áhugamálinu. Þar sem Lewis var besti vinur Tolkiens held ég að hann hefði ekki á móti þessu sjálfur. Þá gætu frekari umræður...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok