Mér finnst lögin í kvöld mun sterkari en síðasta laugardag. Mér fannst sum þeirra m.a.s. venjast ansi vel eftir að hafa heyrt brot úr þeim aftur í upprifjuninni. Mér fannst lögin með Ardísi, Heiðu og Guðrúnu Árnýju best. Ardís var með fjörugusta lagið, lagið sem Heiða söng var mjög “spes” og gæti gengið í Austur-Evrópu og langið sem Guðrún söng er geisilega fallegt, en á varla séns í aðalkeppninni held ég. Ég er ekki hrifin af Eyva, en ég gæti trúað því að eldra fólk kjósi lagið hans. Hvað...