Þessi korkur sem ég var að búa til kemur reyndar heldur seint fyrir þá sem voru að klára 10. bekk í vor, en það koma fleiri samræmd próf. Þessi korkur er ætlaður fyrir allar umræður um samræmd próf, á öllum skólastigum, s.s. samræmd próf í 7. bekk, 10. bekk og í framhaldsskólum. Ég reikna ekki með því að það séu margir nemendur í 4. bekk inni á Huga svo ég sleppi því að taka þau próf fram, en auðvitað má ræða þau líka. Endilega nýtið ykkur þetta þegar hentar.