Mér finnst gott mál að hafa skólabúninga, eða allavega einhver skólaföt, kannski bara flíspeysur og boli. Þá væri ekki hægt að metast í sambandi við föt eða leggja krakka í einelti því þeir eiga ekki nógu flott föt. Hér á Íslandi held ég að allir myndu vera í buxum, stelpurnar yrðu ekki látnar vera í pilsum. Ég myndi hiklaust ganga í skólabúningi.