Ja, eins og þér hefur kannski verið sagt ef þú hefur verið í eins ferð og ég fór til Gíbraltar um daginn þá er þetta vegna þess að á Gíbraltar er svo lítið landssvæði. Þetta er nánast bara kletturinn sjálfur og síðan uppfyllingar. Flugvöllurinn og öll byggðin þarna í kringum hann er á uppfyllingum. Þar sem það er svo lítið landssvæði verður að nýta það allt mjög vel, þar á meðal flugbrautina, en það þarf að keyra yfir hana til að komast inn í borgina. Þess vegna er oft töf á landamærunum því...